Íslenska landsliðið hefur aldrei byrjað verr í undankeppni EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2023 13:31 Arnar Þór Viðarsson hélt því fram að hann væri á réttri leið með liðið en það sást ekki í fyrsta leiknum í undankeppni EM 2024. Samsett/Getty Aðra undankeppnina í röð byrjar íslenska karlalandsliðið í fótbolta á því að steinliggja í fyrsta leik sínum. Undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar hefur íslenska liðið nú tapað 3-0 í fyrsta leik í báðum undankeppnunum síðan hann tók við þjálfun landsliðsins. Liðið tapaði 3-0 á móti Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 sem var þá versta tap íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramóts í 42 ár eða síðan að liðið steinlá 4-0 á móti Wales á Laugardalsvellinum í júní 1980. Í gær gerðu Arnar og lærisveinar hans hins vegar enn verr. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið nú byrjað undankeppni Evrópumótsins á jafnstóru tapi. Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum. Það hafði gerst fjórum sinnum en síðast fyrir EM 2004 þegar íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Skotlandi á Laugardalsvelli í október 2002. Arnar Þór sjálfur var í byrjunarliði Íslands í þeim leik. Íslenska landsliðið tapaði líka með tveggja marka mun í fyrsta leik í fyrstu þremur undankeppnum EM. Fyrir þessar tvær undankeppnir undir stjórn Arnars hafði íslenska liðið náði í stig í fyrsta leik í fjórum undankeppnum í röð þar af unnið fyrsta leikinn í þremur þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Ísland hefur byrjað í undankeppni EM og í undankeppni HM í gegnum tíðina. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4) Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Undir stjórn Arnars Þór Viðarssonar hefur íslenska liðið nú tapað 3-0 í fyrsta leik í báðum undankeppnunum síðan hann tók við þjálfun landsliðsins. Liðið tapaði 3-0 á móti Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM 2022 sem var þá versta tap íslenska liðsins í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramóts í 42 ár eða síðan að liðið steinlá 4-0 á móti Wales á Laugardalsvellinum í júní 1980. Í gær gerðu Arnar og lærisveinar hans hins vegar enn verr. Aldrei áður hefur íslenska landsliðið nú byrjað undankeppni Evrópumótsins á jafnstóru tapi. Þetta er fjórtánda undankeppni EM hjá íslenska karlalandsliðinu og liðið hafði aldrei áður tapað fyrsta leik með meira en tveimur mörkum. Það hafði gerst fjórum sinnum en síðast fyrir EM 2004 þegar íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Skotlandi á Laugardalsvelli í október 2002. Arnar Þór sjálfur var í byrjunarliði Íslands í þeim leik. Íslenska landsliðið tapaði líka með tveggja marka mun í fyrsta leik í fyrstu þremur undankeppnum EM. Fyrir þessar tvær undankeppnir undir stjórn Arnars hafði íslenska liðið náði í stig í fyrsta leik í fjórum undankeppnum í röð þar af unnið fyrsta leikinn í þremur þeirra. Hér fyrir neðan má sjá hvernig Ísland hefur byrjað í undankeppni EM og í undankeppni HM í gegnum tíðina. Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4)
Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótins EM 2024: Þriggja marka tap á móti Bosníu (0-3) EM 2020: Tveggja marka sigur á Andorra (2-0) EM 2016: Þriggja marka sigur á Tyrklandi (3-0) EM 2012: Eins marks tap á móti Noregi (1-2) EM 2008: Þriggja marka sigur á Norður-Írlandi (3-0) EM 2004: Tveggja marka tap á móti Skotlandi (0-2) EM 2000: Jafntefli við Frakkland (1-1) EM 1996: Eins marks tap á móti Svíþjóð (0-1) EM 1992: Tveggja marka sigur á Albaníu (2-0) EM 1988: Jafntefli við Frakkland (0-0) EM 1984: Eins marks tap á móti Möltu (1-2) EM 1980: Tveggja marka tap á móti Póllandi (0-2) EM 1976: Tveggja marka tap á móti Belgíu (0-2) EM 1964: Tveggja marka tap á móti Írlandi (2-4) - Fyrsti leikur Íslands í undankeppni Heimsmeistaramótins: HM 2002: Þriggja marka tap á móti Þýskalandi (0-3) HM 2018: Jafntefli við Úkraínu (2-2) HM 2014: Tveggja marka sigur á Noregi (2-0) HM 2010: Jafntefli við Noreg (2-2) HM 2006: Tveggja marka tap á móti Búlgaríu (1-3) HM 2002: Eins marks tap á móti Danmörku (1-2) HM 1998: Jafntefli við Makedóníu (1-1) HM 1994: Eins marks tap á móti Grikklandi (0-1) HM 1990: Jafntefli við Sovétríkin (1-1) HM 1986: Eins marks sigur á Wales (1-0) HM 1982: Fjögurra marka tap á móti Wales (0-4) HM 1978: Eins marks tap á móti Belgíu (0-1) HM 1974: Fjögurra marka tap á móti Belgíu (0-4)
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira