Innlent

Skotmaðurinn á Dubliner í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum The Dubliners í miðborg Reykjavíkur.
Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum The Dubliners í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Stöð 2

Karlmaður sem grunaður er um að hafa hleypt af skoti inni á skemmtistaðnum The Dubliner var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. apríl á grundvelli almannahagsmuna.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann leiðir jafnframt rannsókn málsins. 

Hinn grunaði hefur þegar setið vikulangt í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn 14. mars. 

Maðurinn, sem er um þrítugt, hljóp af vettvangi eftir að hafa hleypt var úr byssunni, en skotið hafnaði á vegg við barinn. Hann var svo handtekinn daginn eftir.

Enginn slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar með skrámu á höfði og hinn aðilinn hafði áhyggjur af heyrn sinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn málsins vel en maðurinn hefur þegar verið yfirheyrður nokkrum sinnum..

Frétt Stöðvar 2 13. mars:


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.