Lífið

Ís­lenskur leik­munastjóri endaði ó­vænt sem leikari

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skilti fyrir verkstæðið Diesel Diagnostics var meðal þess sem sett var upp á Dalvík við gerð True Detective.
Skilti fyrir verkstæðið Diesel Diagnostics var meðal þess sem sett var upp á Dalvík við gerð True Detective. Vísir/Tryggvi

Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. 

Það hefur varla farið framhjá neinum að þættirnir True Detective hafa verið í upptöku hér á landi í marga mánuði. Fjöldi Íslendinga kemur að framleiðslunni sem er ein sú stærsta í Íslandssögunni. Dalvík hefur verið breytt í bandarískan bæ og Vogar á Vatnsleysuströnd orðið að Alaska.

Leikstjóri þáttanna er hin mexíkóska Issa Lopez. Hún deildi um helgina skemmtilegri sögu af því hvernig leikmunastjóri þáttanna varð óvænt að leikara. 

„Dagur 98: Dagur þar sem leikari greindist með Covid. Við getum ekki misst dag. Við höfum notað hvern einasta leikara á Íslandi með nógu góðan bandarískan hreim. Og því fékk leikmunastjórinn hlutverkið. Hann var stórkostlegur,“ skrifar López á Twitter-síðu sína. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er leikmunastjórinn Íslendingur og heiti Björn Helgi Baldvinsson. Hann hefur áður komið að stórum verkefnum, svo sem Prometheus eftir Ridley Scott og Arthur Newman sem skartar leikurum á borð við Colin Firth og Emily Blunt. 

Í samtali við fréttastofu segist Björn Helgi ekki geta tjáð sig um málið og hlutverk sitt fyrr en þættirnir koma út. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×