Fótbolti

Özil hættur í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil fagnar hér heimsmeistaratitlinum 2014 með þeim Per Mertesacker og Lukas Podolski.
Mesut Özil fagnar hér heimsmeistaratitlinum 2014 með þeim Per Mertesacker og Lukas Podolski. Getty/Shaun Botterill

Þýski knattspyrnumaðurinn Mesut Özil er búinn að setja fótboltaskóna sína upp á hillu.

Hinn 34 ára gamli Özil tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Özil hafði síðast spilað með Istanbul Basaksehir í Tyrklandi en hann fór til Tyrklands eftir að tími hans hjá Arsenal endaði illa.

Özil var í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta hjá Real Madrid og Arsenal.

Hann lék á sínum tíma 92 landsleiki fyrir Þýskaland og skoraði í þeim 23 mörk.

Özil var í heimsmeistaraliði Þjóðverja árið 2014 og byrjaði þá alla leiki.

Ferillinn fjaraði hressilega út og síðasti risasamningurinn sem hann fékk hjá Arsenal gerði hann mjög óvinsælan hjá félaginu enda stóð frammistaða hans inn á vellinum ekki undir þeim greiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×