Mike Downey heiðraður á Stockfish Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. mars 2023 15:30 Írski framleiðandinn Mike Downey verður heiðraður á Stockfish kvikmyndahátíðinni í ár. Getty/Andreas Rentz Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Um er að ræða árlega kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 með það að leiðarljósi að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur undir nýju nafni. Markmið hátíðarinnar er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Um 26 kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum verða sýndar á hátíðinni í ár. Þá verða sérstök heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fyrir „stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“. Handhafi verðlaunanna í ár er enginn annar en írski framleiðandinn Mike Downey en hann hlýtur verðlaunin fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugi. Mike Downey hefur komið víða við á sínum ferli sem kvikmyndaframleiðandi.Getty Downey stofnaði framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment árið 2000. Síðan hefur hann gert yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszka Holland, Julien Temple, Paweł Pawlikowski, Andrzej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmynda akademíunni í um aldarfjórðung og stjórnarmaður í næstum tvo áratugi. Árið 2020 var hann svo kjörinn formaður Evrópsku kvikmynda akademíunnar. Áður var hann kosinn bæði í ráð og kvikmyndanefnd fyrir BAFTA. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00 Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30 Mest lesið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Um er að ræða árlega kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum sem haldin er í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 með það að leiðarljósi að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur undir nýju nafni. Markmið hátíðarinnar er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Um 26 kvikmyndir frá hinum ýmsu heimshornum verða sýndar á hátíðinni í ár. Þá verða sérstök heiðursverðlaun veitt í fyrsta skipti í sögu hátíðarinnar fyrir „stórkostlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins“. Handhafi verðlaunanna í ár er enginn annar en írski framleiðandinn Mike Downey en hann hlýtur verðlaunin fyrir ómetanlegt framlag til kvikmyndaiðnaðarins síðustu áratugi. Mike Downey hefur komið víða við á sínum ferli sem kvikmyndaframleiðandi.Getty Downey stofnaði framleiðslufyrirtækið Film and Music Entertainment árið 2000. Síðan hefur hann gert yfir 100 kvikmyndir í fullri lengd eftir leikstjóra á borð við Peter Greenaway, Agnieszka Holland, Julien Temple, Paweł Pawlikowski, Andrzej Jakimowski, Rajko Grlic, Juraj Jakubisko, Friðrik Þór Friðriksson og Stephan Daldry. Auk framleiðslu kvikmynda hefur Mike verið listrænn stjórnandi kvikmyndahátíða um nokkurra ára skeið, verið meðlimur í Evrópsku kvikmynda akademíunni í um aldarfjórðung og stjórnarmaður í næstum tvo áratugi. Árið 2020 var hann svo kjörinn formaður Evrópsku kvikmynda akademíunnar. Áður var hann kosinn bæði í ráð og kvikmyndanefnd fyrir BAFTA. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar hér.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00 Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30 Mest lesið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Risanöfn úr tónlistarheiminum á Secret Solstice hátíðinni Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Stemning á opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar Það var heilmikil stemning í Bíó Paradís við opnun Stockfish kvikmyndahátíðarinnar fyrir helgi. Fólk úr kvikmyndabransanum og aðrir góðir gestir fjölmenntu og nutu þess að skála og spjalla án fjölda- og fjarlægðatakmarkana. 27. mars 2022 21:00
Stockfish hækkar verðlaunafé í stuttmyndasamkeppninni Sprettfiskur Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Sprettfisk, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar sem haldin verður í áttunda sinn dagana 24. mars til 3. apríl á þessu ári. Umsóknarfrestur stendur til 10. febrúar næstkomandi. 21. janúar 2022 13:30