Fótbolti

Hamrén rekinn frá Álaborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Endurkoma Eriks Hamrén til Álaborg var hálf endasleppt.
Endurkoma Eriks Hamrén til Álaborg var hálf endasleppt. getty/Lars Ronbog

Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið rekinn sem þjálfari Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni.

Álaborg tapaði fyrir Randers, 0-1, í lokaumferð deildakeppninnar í gær. Álaborg endaði í tólfta og neðsta sæti deildarinnar með einungis fimmtán stig. Framundan er úrslitakeppni þar sem nýr þjálfari fær það erfiða verkefni að reyna að bjarga Álaborg frá falli.

Hamrén tók við Álaborg um miðjan september 2022. Árangurinn var ekki góður og liðið fékk aðeins eitt stig í síðustu níu leikjunum undir hans stjórn.

Hamrén stýrði Álaborg áður á árunum 2004-08 og gerði liðið meðal annars að Danmerkurmeisturum.

Hamrén var þjálfari íslenska landsliðsins á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.