Innlent

Kom að húsnæði í rúst eftir innbrot

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Reykjavík.
Lögregluþjónar að störfum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um innbrot í Hafnarfirði. Þegar eigandi húsnæðisins kom heim var búið að brjótast inn og skemma þar mikið af húsgögnum og munum.

Samkvæmt dagbók lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot í Kópavogi. Þá bar brotist inn í fyrirtæki í Breiðholti og í bíl í Kópavogi.

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að einn hafi verið handtekinn eftir líkamsárás í Hlíðunum í gær. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var til vandræða inn á veitingastað í Kópavogi.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og lögreglunni bárust þar að auki nokkrar tilkynningar um umferðaróhöpp. Í einu tilfelli var um bílveltu að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×