Kári lagði Persónuvernd Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2023 17:11 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Persónuverndar um að Íslensk erfðagreining hefði brotið persónuverndarlög í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Taldi ákvörðun tekna á röngum grundvelli Í nóvember árið 2021 stefndi Íslensk erfðagreining Persónuvernd og Landspítalanum, og krafðist málskostnaðar. Landspítalinn gerði ekki kröfur í málinu. Íslensk erfðagreining taldi að ákvörðun Persónuverndar væri tekin á röngum grundvelli og haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum. Þá taldi Íslensk erfðagreining að litið hefði verið fram hjá því við ákvörðunina að fyrirtækið hefði verið að vinna í þágu og að beiðni heilbrigðis-og sóttvarnayfirvalda, í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID-19 læknismeðferð. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að við meðferð Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu hafi stofnunin leitað ítrekað eftir svörum frá Landspítala vegna blóðsýnatökunnar á Landspítala, og freistað þess að fá upplýsingar um hvort sýnatakan hefði verið gerð í meðferðartilgangi. Svör forstjóra Landspítala voru hins vegar óljós: Persónuvernd borið að rannsaka nánar „Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamikinn stefndi, Persónuvernd, mat þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svörum stefnanda annars vegar og stefnda, Landspítala, hins vegar, hefði stefnda, Persónuvernd, borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stefnanda andmælarétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23. nóvember 2021. Þetta á sérstaklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar,“segir í dómnum. Þá kemur fram að í þessu sambandi verði einnig að horfa til þess að ákvörðun Persónuvernda er tekin á grundvelli frumkvæðisrannsóknar sem augljóst sé að stofnunin var í engu tímahraki að ljúka. Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Taldi ákvörðun tekna á röngum grundvelli Í nóvember árið 2021 stefndi Íslensk erfðagreining Persónuvernd og Landspítalanum, og krafðist málskostnaðar. Landspítalinn gerði ekki kröfur í málinu. Íslensk erfðagreining taldi að ákvörðun Persónuverndar væri tekin á röngum grundvelli og haldin margvíslegum og alvarlegum annmörkum. Þá taldi Íslensk erfðagreining að litið hefði verið fram hjá því við ákvörðunina að fyrirtækið hefði verið að vinna í þágu og að beiðni heilbrigðis-og sóttvarnayfirvalda, í því skyni að veita þeim einstaklingum sem lágu á spítala vegna COVID-19 læknismeðferð. Í niðurstöðu héraðsdóms segir meðal annars að við meðferð Persónuverndar, á frumkvæðisrannsókn sinni í málinu hafi stofnunin leitað ítrekað eftir svörum frá Landspítala vegna blóðsýnatökunnar á Landspítala, og freistað þess að fá upplýsingar um hvort sýnatakan hefði verið gerð í meðferðartilgangi. Svör forstjóra Landspítala voru hins vegar óljós: Persónuvernd borið að rannsaka nánar „Dómurinn telur að í ljósi þess hversu viðurhlutamikinn stefndi, Persónuvernd, mat þann óskýrleika og það misræmi sem stofnunin taldi fram komið í svörum stefnanda annars vegar og stefnda, Landspítala, hins vegar, hefði stefnda, Persónuvernd, borið að rannsaka þetta atriði nánar. Þá hefði stefnda, Persónuvernd, verið rétt að veita stefnanda andmælarétt áður en stofnunin tók hina umþrættu ákvörðun sína 23. nóvember 2021. Þetta á sérstaklega við þar sem með hliðsjón af því sem að framan er rakið virðast verulegar líkur á að niðurstaða stofnunarinnar hefði orðið önnur ef stefnandi hefði notið andmælaréttar,“segir í dómnum. Þá kemur fram að í þessu sambandi verði einnig að horfa til þess að ákvörðun Persónuvernda er tekin á grundvelli frumkvæðisrannsóknar sem augljóst sé að stofnunin var í engu tímahraki að ljúka.
Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Landspítalinn Persónuvernd Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira