Innlent

Vilja sund­lauga­menningu og laufa­brauðs­gerð á lista UNESCO

Kjartan Kjartansson skrifar
Sundlaugarnar eru fastur liður í daglegu lífi þúsunda Íslendinga.
Sundlaugarnar eru fastur liður í daglegu lífi þúsunda Íslendinga. Vísir/Vilhelm

Menningar- og viðskiptaráðherra kynnti tillögu fyrir ríkisstjórninni um að laufabrauðsgerð og sundlaugamenning verði tilnefnd á skrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna yfir menningarerfðir.

Ísland er aðili að samningi UNESCO um varðveislu óáþreifanlegs menningararfs. Menningar- og viðskiptaráðuneytið lét vinna skýrslu um hvernig skyldi standa að tilnefningu til skráar um slík verðmæti.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að laufabrauðagerð og sundlaugamenning séu verðugt framlag Íslands til hennar. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, kynnti minnisblað um tillögu þess efnis, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag.

Lagt er til að vinna við undirbúning tilnefninganna verði hafin sem fyrst eftir verkáætlun frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðinn verður sérfræðingur til þess að vinna áfram að tilnefningunum til UNESCO samkvæmt minnisblaðinu.

Á meðal þess sem er á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns er argentínskur og úrúgvæskur tangó og finnska gufubaðsmenningin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×