Sá strax að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2023 13:10 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Sam Altman, eigandi og stofnandi OpenAI. Samsett Menningar- og viðskiptaráðherra segir það gríðarmikilvægt fyrir framtíð íslenskrar tungu að málið hafi verið valið inn í nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT. Ísland var eitt fyrsta þjóðríkið sem óskaði eftir samstarfi með eigandanum - og hann sá fljótt að Íslendingar höfðu unnið heimavinnuna sína. Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði. Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Tilkynnt var seint í gær að íslenska hefði verið valin fyrst tungumála, utan ensku, í þróunarfasa nýjustu útgáfu tæknifyrirtækisins OpenAI á umræddu mállíkani, sem samtalsgreindin ChatGPT byggir á. Samstarfið er afrakstur heimsóknar íslenskrar sendinefndar í helstu tæknifyrirtæki Silicon Valley í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir þetta hafa mikla þýðingu fyrir íslenska tungu. „Skilaboðin eru þau að við munum tala íslensku í framtíðinni. Við erum búin að gera þessa innviði. Ég get bara sagt að ég er í sjöunda himni, ég er í skýjunum yfir að þetta sé að takast,“ segir Lilja. Íslenskir notendur nýjustu útgáfu ChatGPT eru strax byrjaðir að leika sér með hana; gervigreindin hefur meðal annars samið ljóð um samgönguverkefnið Betri Reykjavík, skipulagt þriggja daga frí til Ítalíu og gert ítarlega greiningu á kostum og göllum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. En hvað varð til þess að Sam Altman, stofnandi og framkvæmdastjóri OpenAI, valdi íslensku? Lilja segir að áhugi hans hafi verið greinilegur á fundi með sefndinefndinni. „Þá í rauninni kemur fram í máli hans að við erum eitt fyrsta þjóðríkið sem óskar eftir fundi og óskar eftir þessu samstarfi. Og það verður auðvitað að geta þess að máltæknifólkið okkar, við höfum verið með um 60 manns í vinnu við að þróa þetta síðustu fjögur ár, og hann sér í raun og veru að við erum búin að vinna þessa heimavinnu okkar. Og þess vegna var svona auðvelt að starfa með okkur,“ segir Lilja. Þá bendir Lilja á að nú styttist í að íslensku máltæknilausnirnar komi inn í Microsoft. „Og þá má nú geta þess að eftirlætisrithöfundur aðstoðarforstjóra Microsoft er Arnaldur Indriðason,“ segir Lilja létt í bragði.
Íslensk tunga Tækni Gervigreind Tengdar fréttir Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Magnaður áfangi fyrir íslenskuna Það er sannarlega magnaður áfangi fyrir íslenskuna að tungumálið okkar hafi verið valið í þróunarfasa fyrir nýjustu útgáfu gervigreindarmállíkansins GPT-4, fyrst allra tungumála fyrir utan ensku. Samstarfsverkefni með fyrirtækinu OpenAI hefur komið því til leiðar að stærsta gervigreindarnet heims er nú fínþjálfað til þess að skilja og miðla upplýsingum á íslensku. 15. mars 2023 07:01
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35