Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. mars 2023 10:31 Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra en hann telur mikilvægt að myndavélarnar verði komnar upp áður en leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir í rökstuðningi Ásgeirs. Leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu en þar er ekkert öryggismyndavélaeftirlit. Þá er nýja svæðið á Hafnartorgi ekki vaktað né sjálf Lækjargatan. „Það þarf að passa að það komist ekki í gegn.“ En ekki eru allir jafn sáttir við fyrirhuguð áform. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sat fundinn en Sósíalistar voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. „Það kom mér svolítið á óvart, sérstaklega því við erum með flokka þarna eins og Pírata sem tala mikið fyrir friðhelgi einkalífsins, borgararéttindum og þvíumlíkt,“ segir Trausti. Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. „Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur, og það er verið að marka ákveðnar hindranir. Það er verið að senda skilaboð til fólks: „það er fylgst með ykkur.“ Við horfum á önnur lönd í kringum okkur, til dæmis Bretland þar er verið að reyna koma frumvarpi í gegn sem myndi hamla mjög rétti fólks til að mótmæla. Og við erum bara hugsi yfir öllum mögulegum aðferðum sem gæti varið á þennan stjórnarskrár varinn rétt fólks til þess að mótmæla. Og það þarf að passa að þetta komist ekki í gegn.“ „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt" Trausti gefur ekki mikið fyrir áhyggjur aðstoðarlögreglustjóra varðandi möguleg mótmæli í kjölfar leiðtogafundarins. Það var bara talað um að það gæti verið, eins og sagt var, hörð mótmæli sem gætu komið. Við búum á Íslandi. Þetta eru örugglega saklausustu mótmæli sem um geta í Evrópu. Svo ykkar gagnrýni snýr aðalega að vöktun í kjölfarið á þessum fundi en ekki almennt? „Já af því að það var rökstuðningurinn með þessu. Við erum heldur ekkert hlynnt því að fara auka neitt á þetta eftirlitsamfélag, sem við sjáum vera að teiknast upp víða í löndum í kringum okkur, þar sem eru myndavélar á hverju horni og fylgst með öllum hreyfingum. Sum lönd eru meira að segja farin að hugsa um að hafa andlitsskanna, svona greiningu á fólki, þannig það sé hægt að fylgjast með hvaða einstakling er þarna um að ræða. Þannig hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt." Varðandi það hvort aukið eftirlitsmyndavélakerfi í miðborginni sé ekki mikilvægur þáttur í öryggisgæslu, nú þegar fréttir berast af auknum vopnaburði og aukinni hörku í undirheimum, segir Trausti að samtalið um þessi mál sé mikilvægt. „En við verðum samt að passa okkur að láta ekki óttann taka alla stjórn á okkur, við verðum líka að hugsa út í frelsið. Við viljum vera frjálst þjóðfélag þar sem fólk getur gengið um götur án þess að það sé verið að fylgjast með hverri hreyfingu.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Á fundi borgarráðs var lagður fram rökstuðningur Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra en hann telur mikilvægt að myndavélarnar verði komnar upp áður en leiðtogafundur Evrópuráðs fer fram. „Er þetta er ritað hafa staðfest komu sína 53 þjóðarleiðtogar auk fylgdarliðs og margir þeirra með hátt öryggisstig. Þá fylgir slíkum viðburði stór hópur af erlendu fjölmiðlafólki og mikill fjöldi gesta mun sækja miðborgina þessa daga í maí. Það er því mjög mikilvægt að auka öryggisvitund fólks þessa daga í maí með sýnilegum myndavélum. Reynsla erlendis frá er að mjög oft hefur komið til harðra mótmæla með tilheyrandi hópamyndum í nágrenni við fundarstað með tilheyrandi hættu fyrir aðra borgara,“ segir í rökstuðningi Ásgeirs. Leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu en þar er ekkert öryggismyndavélaeftirlit. Þá er nýja svæðið á Hafnartorgi ekki vaktað né sjálf Lækjargatan. „Það þarf að passa að það komist ekki í gegn.“ En ekki eru allir jafn sáttir við fyrirhuguð áform. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins sat fundinn en Sósíalistar voru þeir einu sem greiddu atkvæði gegn samkomulaginu. „Það kom mér svolítið á óvart, sérstaklega því við erum með flokka þarna eins og Pírata sem tala mikið fyrir friðhelgi einkalífsins, borgararéttindum og þvíumlíkt,“ segir Trausti. Trausti segir meginástæðu þess að þeir samþykktu ekki samkomulagið vera að Sósíalistum hugnist ekki að það sé verið að fylgjast sérstaklega með mótmælum. „Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur, og það er verið að marka ákveðnar hindranir. Það er verið að senda skilaboð til fólks: „það er fylgst með ykkur.“ Við horfum á önnur lönd í kringum okkur, til dæmis Bretland þar er verið að reyna koma frumvarpi í gegn sem myndi hamla mjög rétti fólks til að mótmæla. Og við erum bara hugsi yfir öllum mögulegum aðferðum sem gæti varið á þennan stjórnarskrár varinn rétt fólks til þess að mótmæla. Og það þarf að passa að þetta komist ekki í gegn.“ „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt" Trausti gefur ekki mikið fyrir áhyggjur aðstoðarlögreglustjóra varðandi möguleg mótmæli í kjölfar leiðtogafundarins. Það var bara talað um að það gæti verið, eins og sagt var, hörð mótmæli sem gætu komið. Við búum á Íslandi. Þetta eru örugglega saklausustu mótmæli sem um geta í Evrópu. Svo ykkar gagnrýni snýr aðalega að vöktun í kjölfarið á þessum fundi en ekki almennt? „Já af því að það var rökstuðningurinn með þessu. Við erum heldur ekkert hlynnt því að fara auka neitt á þetta eftirlitsamfélag, sem við sjáum vera að teiknast upp víða í löndum í kringum okkur, þar sem eru myndavélar á hverju horni og fylgst með öllum hreyfingum. Sum lönd eru meira að segja farin að hugsa um að hafa andlitsskanna, svona greiningu á fólki, þannig það sé hægt að fylgjast með hvaða einstakling er þarna um að ræða. Þannig hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt." Varðandi það hvort aukið eftirlitsmyndavélakerfi í miðborginni sé ekki mikilvægur þáttur í öryggisgæslu, nú þegar fréttir berast af auknum vopnaburði og aukinni hörku í undirheimum, segir Trausti að samtalið um þessi mál sé mikilvægt. „En við verðum samt að passa okkur að láta ekki óttann taka alla stjórn á okkur, við verðum líka að hugsa út í frelsið. Við viljum vera frjálst þjóðfélag þar sem fólk getur gengið um götur án þess að það sé verið að fylgjast með hverri hreyfingu.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira