Aukið eftirlit í kjölfar morðmáls árið 2017 loks á teikniborðinu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. mars 2023 13:01 Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði í miðborginni sem eru ekkert vöktuð. Vísir/Vilhelm Í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017 var sett af stað vinna við að teikna upp öflugra öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Að sögn aðstoðarlögreglustjóra lognaðist verkefnið út af þegar heimsfaraldur skall á. Nú hefur verkefnið verið sett af stað á ný í kjölfar leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer hér á landi í maí. Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta. Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Líkt og greint var frá í morgun gera yfirvöld ráð fyrir að áhættumat Ríkislögreglustjóra verði hækkað í hæsta stig í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 16. til 17. maí næstkomandi. Borgarráð samþykkti í síðustu viku samkomulag um verklag og forgangsröðun við kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að óhætt sé að halda því fram að „fundurinn hafi sparkað lögreglu aðeins af stað með þetta verkefni sem var í dvala.“ Harpa og hafnarsvæðið þar í kring er á meðal svæða sem eru ekkert vöktuð með myndavélum í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Þetta verkefni hefur verið í gangi núna í ætli það sé ekki á fimmta ár, það var löngu komið í gang fyrir covid. En svo lognaðist sú vinna út af þegar heimsfaraldurinn dundi á okkur. Það var bara svo margt sem þurfti að koma af stað aftur að þetta hefur farist fyrir.“ segir Ásgeir. Fjölmörg svæði óvöktuð Ásgeir segir myndavélar gegna afar mikilvægu hlutverki og þær eigi stóran þátt í að upplýsa fjölmörg mál. Hins vegar séu alltof mörg svæði sem eru ekkert vöktuð. „Til dæmis er Lækjargatan meira og minna ekki vöktuð. Hafnartorgið er náttúrulega nýtt og þar er engin vöktun.“ Ekkert þarna í nýju húsunum við Landsbankann, Edition hótelið og þessi nýju hús út að Hörpunni, það er engin vöktun þar. Verkefnið teiknað upp í kjölfar morðsins á Birnu Brjánsdóttur Eins og Ásgeir tók fram var verkefnið teiknað upp fyrir fjórum árum síðan. Það var gert í kjölfar hvarfsins og morðsins á Birnu Brjánsdóttur árið 2017. „Þá var gagnrýnt að myndavélakerfi lögreglunnar eða myndavélakerfin í miðbænum væri ekki nægilega gott og væri götótt. Það var eftir það sem þessi vinna fór af stað, teiknun á svæðum sem við sáum ekki.“ Ásgeir segir að í því tilfelli hafi sérstaklega skort myndavélar sem lesa bílnúmer. Enn í dag eru engar slíkar myndavélar í miðborg Reykjavíkur heldur aðeins á mörkum Reykjavíkur og sveitarfélaganna í kring. Það stendur nú loks til bóta.
Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent