„Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 19:07 Þór segir Einar Þorsteinsson formann borgarráðs ætla að hitta sig í vikunni. Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“ Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Meirihluti Umhverfis og skipulagsráðs samþykkti bókun þess efnis á fundi sínum á miðvikudag að áfram skyldi stefnt að því að hringtorgið við Hringbraut 121 í Vesturbænum myndi víkja. Skipulag og útlit þessara T-gatnamóta er enn í vinnslu hjá Reykjavíkurborg og Vegagerðinni en samþykkt var að ráðast í eftirfarandi breytingar fyrst til þess að bæta aðgengi og aðstöðu gangandi og hjólandi. Ný gönguljós koma á Eiðsgranda vestan við innkeyrslu að Hringbraut 121, sem í daglegu tali er oft kallað JL húsið. Samhliða þessu er gert ráð fyrir því að vinstri beygjuvasi verði fjarlægður og í staðinn komi beygjuakrein. Ekki verði lengur hægt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121. Þá verði settar upp miðeyjur á Ánanaust en gönguþverun þar þykir ansi varasöm. Bæjarstjóri Seltjarnarness er ósáttur við áformin og gagnrýnir samráðsleysið harðlega. „Ég las þetta í Morgunblaðinu eins og aðrir og við erum ekki sáttir við það að svona veigamiklar breytingar sem skipta okkur máli úti á nesi varðandi samgöngur að við lesum bara um þau í fjölmiðlum. Við viljum frekar vera við borðið og hjálpa til við svona ákvarðanatöku. Þetta torg hér sem annar umferð ágætlega á að hverfa og hér eiga að koma t-gatnamót í staðinn. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eru að vinna í þessu. Það sem okkur hugnast ekki eru enn ein ljósin hér sem tefja umferð enn frekar.“ Yfirlýst stefna meirihlutans í Reykjavík er að hægja á og draga úr umferð og skapa betra umhverfi fyrir virka ferðamáta. Þór er ekki sammála þessari nálgun á þessum stað. „Við náttúrulega viljum ekki hægja á umferðinni. Hún er ekkert of hröð hér.“ En stefnir í meira samráð? „Formaður borgarráðs hafði samband við mig og við hyggjumst fá okkur kaffi eftir helgina og ræða málin betur.“
Umferð Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Seltjarnarnes Borgarstjórn Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira