Heilbrigðisráðherra telur þörf á morfínklíník Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2023 19:32 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, ætlar að skipa starfshóp sem á að skila af sér aðgerðaráætlun sem tekur á úrræðum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra telur þörf á skaðaminnkandi úrræði þar sem fólk með alvarlegan vímuefnavanda getur fengið og notað morfín undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Hann mun stofna starfshóp um aðgerðaáætlun fyrir hópinn og vonast til að geta lagt afraksturinn fyrir þingið næsta vetur. Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum. Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Í Kompás var rætt við Maríönnu sem er háð morfíni og lítur á Konukot sem heimili sitt. Líkt og fleiri í hennar stöðu hefur hún reynt flest allt til að komast á betri stað en líf hennar litast í dag af stöðugum átökum sem hverfast að miklu leyti um að redda næsta skammt til að forðast hræðileg fráhvörf. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kallaði sérfræðingur í skaðaminnkun eftir nýju meðferðarúrræði fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan vímuefnavanda, sem er starfrækt víða annars staðar, líkt og í Danmörku og Noregi og hefur gefið góða raun. Þar getur fólk mætt á ákveðinn stað, fengið skammtinn sinn og notað undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Heilbrigðisráðherra telur þörf á að skoða þetta. „Ég er búinn að leggja drög að því í ráðuneytinu að setja saman hóp. Ég hef verið með breiðan samráðshóp sem hefur verið að fjalla um frumvarp sem við þekkjum undir heitinu afglæpavæðing og snýr að neysluskömmtum, en umræðan í þeim hóp, og þessi umfjöllun ykkar, hefur dregið það fram að okkur vantar heildstæða stefnu og aðgerðaráætlun í þessum málaflokki, þannig að við tökum heildstætt á þessu og höldum áfram að bæta við okkur skaðaminnkandi úrræðum og gera betur þar,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Hann bendir á að neyslurýmið Ylja, þar sem fólk getur neytt sinna lyfja undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks, hafi gefið góða raun. „En fyrir fólk sem er í virki neyslu og viðhaldsmeðferð virkar ekki fyrir er skref að skoða að koma á laggirnar neyslurými þar sem fólk getur fengið sinn skammt af morfíni og fengið aðstoð. Þetta þekkist erlendis,“ segir Willum. Telur þú það góðan kost? „Já ég held það. En ég vill fá okkar færasta fólk sem þekkir þetta best, alla til að koma að þessu.“ Starfshópurinn hefur ekki verið skipaður og erfitt er því að segja hvenær niðurstaða gæti litið dagsins ljós. Willum telur þó raunhæft að horfa til næsta þingveturs. Hann segir mikivægt að ná víðtæku samráði og fá breiðan hóp að borðinu. Aðgengi þurfi að vera jafnt Í Kompás ræddi Maríanna einnig um að fara á milli lækna í leit að einhverjum sem skrifar upp á morfín til vímuefnaneytenda, sem örfáir læknar gera í raun í óleyfi. Willum telur slíkt skipulag ekki góðan kost. „Það er ótækt fyrir sjúklinginn og ótækt fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Við þurfum að hafa skipulag á þessu. Það er augljóst að læknirinn sér þörfina og metur hana út frá sinni þekkingu en þá erum við líka farin að tala um að við þurfum að ná til hópsins og það þarf að vera jafnræði og aðgengi þar sem það á við. Við þurfum að ná utan um þetta og það gerum við ekki nema í samráði og með heildstæðri áætlun,“ segir Willum.
Kompás Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Málefni heimilislausra Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira