Rúnar Alex kom til Alanyaspor í haust og í síðustu viku var hann besti maður vallarins í sigri liðsins gegn Istanbul Basaksehir. Rúnar Alex er hjá Alanyaspor á láni frá Arsenal.
Fyrir leikinn í dag var Alanyaspor í 11. sæti tyrkensku deildarinnar en heimaliðið Ankaragucu í 13. sæti þremur stigum á eftir.
Þrátt fyrir að vera mun meira með boltann í leiknum í dag lenti Alanyaspor í vandræðum. Þeir lentu 1-0 undir strax á 18. mínútu þegar Ali Sowe skoraði og Milson kom Ankaragucu síðan í 2-0 á 76. mínútu.
Það urðu lokatölur leiksins og Rúnar Alex og félagar máttu því sætta sig við tap. Liðin eru nú jöfn að stigum í deildinni en stutt er niður í liðin í fallsætunum.