Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 13:46 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. aðsend Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira