„Að sjálfsögðu á að banna þetta“ Snorri Másson skrifar 11. mars 2023 09:16 Í Íslandi í dag á miðvikudag var farið yfir umræðu um öryggismál þingmanna í tengslum við kínverska samfélagsmiðilinn TikTok. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur gefið út að hann hafi ekki áhyggjur af því að eigendur samfélagsmiðilsins hafi aðgang að gögnum hans. Innslagið má sjá hér að ofan og er þar farið um víðan völl í öðrum málum. Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði. Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Jakob Birgisson grínisti og álitsgjafi lagði mat á þá afstöðu og lýsti yfir áhyggjum af sinnuleysinu. „Af hverju ætti hann að vera á TikTok í fyrsta lagi? Og í öðru lagi, er honum bara alveg sama þótt einhver komist inn í símann hans?“ spurði Jakob. Jakob Birgisson grínist lagði mat á öryggismál þingmanna á sviði samfélagsmiðla.Vísir Jakob segir skemmtilegt að fylgjast með Framsóknarmönnum þegar kemur að netöryggi. „Sigurður Ingi til dæmis, sá ágæti maður, er í raun fjarskiptaráðherra. Það felst í að vera innviðaráðherra. Hann er yfir fjarskiptum á Íslandi. Og Facebook-ið hans var um daginn bara hakkað. Það var bara einhver gæi byrjaður að stýra Facebook-inu hans og skipta um myndir og ég veit ekki hvað,“ segir Jakob. Greint var frá því í síðasta mánuði að óprúttinn aðili hafi tekið yfir Facebook-reikning Sigurðar Inga Jóhannssonar og breytt nafninu í „Ramay Entertainment.“ Er aðstoðarmaður ráðherrans, Sigtryggur Magnason, var spurður út í þennan verknað gantaðist hann með að Framsóknarmenn væru víða; því væri verið að brjótast inn á síðuna. Jakob benti á þá léttúð sem þau ummæli lýstu gagnvart netárás af þessum toga. Jakob sagði að taka þurfi ógn vegna netárása alvarlegar, enda hafi verið rætt um það áður en stríðið í Úkraínu skall á að þau stríð sem fram undan væru í heiminum yrðu háð á netinu. Þegar rætt er um samfélagsmiðlana alla sem notaðir eru á Íslandi eru skilaboðin einföld hjá Jakobi: „Að sjálfsögðu á að banna þetta.“ Öryggisatriði.
Ísland í dag Fjarskipti Framsóknarflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55 Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Ráðherrar geti notað TikTok áhyggjulausir Menntamálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að upplýsingum um hann verði lekið vegna notkunar á TikTok, en erlendis hefur kjörnum fulltrúum og embættismönnum í auknum mæli verið bannað að nota forritið. Sérfræðingur segir notkun snjalltækja aldrei alveg hættulausa, sama hvaða miðill eigi í hlut 6. mars 2023 07:00
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. 28. febrúar 2023 08:55