Í desember á síðasta ári var Jón Baldvin, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir kynferðislega áreitni á Spáni.
Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón Baldvin.
Jón Baldvin óskaði eftir leyfi Hæstiréttar til að áfrýja málinu. Var það á þeim grundvelli að það sem honum var gefið að sök hafi verið refsivert samkvæmt spænskum hegningarlögum. Þörf væri á fordæmi Hæstaréttar um þær kröfur sem gera verði til sönnunar á tilvist og efni erlendra lagagreina.
Þá væru annmarkar á sönnunarmati Landsréttar auk þess sem að hann taldi að framburður brotaþola og móður hennar væri mótsagnakenndur í mörgu tilliti.
Hæstiréttur taldi hins vegar að málið hefði hvorki verulega almenna þýðingu né væri það mikilvægt af öðrum ástæðum svo að þörf væri á úrlausn Hæstaréttar. Þá væri niðurstaða Landsréttar að mörgu leyti byggð á sönnunargildi munnlags framburðar, sem er ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.
Var beiðninni því hafnað.