„Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi“ Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 8. mars 2023 12:25 Verjendur fjórmenninganna í málinu. Páll situr fyrir miðju og hylur andlit sitt. Unnsteinn verjandi hans er lengst til vinstri. Vísir Verjandi Páls Jónssonar timbursala segir himinn og hafa hafa verið á milli þeirra sem hlutu þunga dóma í Saltdreifaramálinu svokallaða og ákærðu í stóra kókaínmálinu. Hann taldi eðlilega refsingu fyrir Pál vera upp á fjögur til fimm ár að frátöldu gæsluvarðhaldi sem umbjóðandi hans hefur setið í síðan í ágúst. Þetta kom fram í málflutningi Unnsteins Elvarssonar, verjanda Páls, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Unnsteinn taldi að rannsókn lögreglu á málinu hefði verið verulega ábótavant. Lögregla hefði sýnt lítinn áhuga á að ná aðalmönnunum í málinu og teldi sig enn vera að eltast við þá. Þrátt fyrir það hefði verið gefin út ákæra á hendur fjórmenningunum. Páll, timbursali á sjötugsaldri, flutti inn gám sem innihélt timbur þar sem falin voru hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Gámurinn komst aldrei til Íslands þar sem hollensk yfirvöld skiptu þeim út fyrir gerviefni eftir ábendingu frá íslensku lögreglunni. Verjandi Páls lýsti því í málsvörn sinni á lokadegi aðalmeðferðar að Páll hefði verið skýr varðandi sína þátttöku frá upphafi og látið lögreglu í té þær upplýsingar sem hann byggi að. Óvissa um magnið Þá benti Unnsteinn á að þar sem aðeins hefðu verið teknar stikkprufur úr hluta efnanna, um tíu kílóum, þá ætti það að vera innflutningurinn sem væri ákært fyrir. Ekki þau hundrað kíló af efnum, sem sum hefðu ekki verið prófuð, sem haldlögð voru í Hollandi og skipt út fyrir gerviefni. Þá lægi fyrir að efnunum hefði verið eytt í Hollandi skömmu eftir haldlagningu. Það væri samkvæmt reglum í Hollandi en ákært væri í málinu á Íslandi. Því væri fullkomin óvissa um hvort efni um fram þessi 10 kíló sem tekin voru sýni úr hafi verið fíkniefni yfir höfuð. Taldi hann Pál hafa verið plataðan í málinu. Páll hefði talið að um sex til sjö kíló væri að ræða og það hefði reynst honum áfall þegar lögregla upplýsti hann um hið raunverulega magn. Þá staldraði Unnsteinn við að lögreglumaður hefði talið ótrúverðugt að Páll hefði haldið að flytja ætti inn sex til sjö kíló. Lögreglumaðurinn segði fyrirhöfn og kostnað allt of mikinn miðað við slíkt magn. Þessu vísaði Unnsteinn á bug og sagði sex til sjö kíló ekki það lítið magn af kókaíni að það stæðist ekki samanburð við útlagðan kostnað. Unnsteinn bað þá dómara að hafa í huga að ákærði væri kominn á efri ár og eftirlaunaaldur. Hann ætti við veikindi að stríða og hefði sjálfur greint frá því að hann væri með hvítblæði á byrjunarstigi. Sár og marblettir væru oft til marks um slíkt upphaf. Þá hefði hann ekki fengið neina þjónustu eða aðstoð að neinu marki en hann hefur setið inni í gæsluvarðhaldi síðan í ágúst. Þá væri Páll fjölskyldumaður og ætti engan sakarferil að baki. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði í málinu og ítrekaði verjandinn að allur vafi ætti að falla með ákærða. Þá vísaði hann til gagna málsins sem hann taldi benda til þess að Páll hefði verið notaður og afvegaleiddur í málinu vegna atvinnu hans sem timburinnflytjandi og tengsla hans. Hann ítrekaði að hans þáttur í málinu einskorðaðist við að hafa heimilað að gámur hans væri notaður fyrir innflutning og að hann upplifði sig því sem burðardýr. „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi,“ sagði Unnsteinn. Hann vísaði í eldri dóma sem hann sagði bera með sér að þeir aðilar sem sjái um flutning á efnum en komi ekki að skipulagningu fái vægari dóma. Þá gerði hann Saltdreifaramálið svokallaða að umtalsefni en hann sagði „himinn og haf“ á milli ákærða í því máli og í þessu umrædda kókaínmáli. Það væri því ósanngjart að bera þau saman. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hlutu sumir hverjir tólf ára refsingu í málinu. Um er að ræða hámarksrefsingu í málaflokknum. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Þetta kom fram í málflutningi Unnsteins Elvarssonar, verjanda Páls, í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Unnsteinn taldi að rannsókn lögreglu á málinu hefði verið verulega ábótavant. Lögregla hefði sýnt lítinn áhuga á að ná aðalmönnunum í málinu og teldi sig enn vera að eltast við þá. Þrátt fyrir það hefði verið gefin út ákæra á hendur fjórmenningunum. Páll, timbursali á sjötugsaldri, flutti inn gám sem innihélt timbur þar sem falin voru hundrað kíló af nær hreinu kókaíni. Gámurinn komst aldrei til Íslands þar sem hollensk yfirvöld skiptu þeim út fyrir gerviefni eftir ábendingu frá íslensku lögreglunni. Verjandi Páls lýsti því í málsvörn sinni á lokadegi aðalmeðferðar að Páll hefði verið skýr varðandi sína þátttöku frá upphafi og látið lögreglu í té þær upplýsingar sem hann byggi að. Óvissa um magnið Þá benti Unnsteinn á að þar sem aðeins hefðu verið teknar stikkprufur úr hluta efnanna, um tíu kílóum, þá ætti það að vera innflutningurinn sem væri ákært fyrir. Ekki þau hundrað kíló af efnum, sem sum hefðu ekki verið prófuð, sem haldlögð voru í Hollandi og skipt út fyrir gerviefni. Þá lægi fyrir að efnunum hefði verið eytt í Hollandi skömmu eftir haldlagningu. Það væri samkvæmt reglum í Hollandi en ákært væri í málinu á Íslandi. Því væri fullkomin óvissa um hvort efni um fram þessi 10 kíló sem tekin voru sýni úr hafi verið fíkniefni yfir höfuð. Taldi hann Pál hafa verið plataðan í málinu. Páll hefði talið að um sex til sjö kíló væri að ræða og það hefði reynst honum áfall þegar lögregla upplýsti hann um hið raunverulega magn. Þá staldraði Unnsteinn við að lögreglumaður hefði talið ótrúverðugt að Páll hefði haldið að flytja ætti inn sex til sjö kíló. Lögreglumaðurinn segði fyrirhöfn og kostnað allt of mikinn miðað við slíkt magn. Þessu vísaði Unnsteinn á bug og sagði sex til sjö kíló ekki það lítið magn af kókaíni að það stæðist ekki samanburð við útlagðan kostnað. Unnsteinn bað þá dómara að hafa í huga að ákærði væri kominn á efri ár og eftirlaunaaldur. Hann ætti við veikindi að stríða og hefði sjálfur greint frá því að hann væri með hvítblæði á byrjunarstigi. Sár og marblettir væru oft til marks um slíkt upphaf. Þá hefði hann ekki fengið neina þjónustu eða aðstoð að neinu marki en hann hefur setið inni í gæsluvarðhaldi síðan í ágúst. Þá væri Páll fjölskyldumaður og ætti engan sakarferil að baki. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði í málinu og ítrekaði verjandinn að allur vafi ætti að falla með ákærða. Þá vísaði hann til gagna málsins sem hann taldi benda til þess að Páll hefði verið notaður og afvegaleiddur í málinu vegna atvinnu hans sem timburinnflytjandi og tengsla hans. Hann ítrekaði að hans þáttur í málinu einskorðaðist við að hafa heimilað að gámur hans væri notaður fyrir innflutning og að hann upplifði sig því sem burðardýr. „Það er ákveðin leitun að samvinnuþýðari sakborningi,“ sagði Unnsteinn. Hann vísaði í eldri dóma sem hann sagði bera með sér að þeir aðilar sem sjái um flutning á efnum en komi ekki að skipulagningu fái vægari dóma. Þá gerði hann Saltdreifaramálið svokallaða að umtalsefni en hann sagði „himinn og haf“ á milli ákærða í því máli og í þessu umrædda kókaínmáli. Það væri því ósanngjart að bera þau saman. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hlutu sumir hverjir tólf ára refsingu í málinu. Um er að ræða hámarksrefsingu í málaflokknum.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Tengdar fréttir Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22 Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54 Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01 Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Skýr ásetningur og krefst hámarksrefsingar Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að innflutningur á hundrað kílóum af kókaíni gæti ekki þýtt annað en hámarksrefingu fyrir sakborninga. Þetta kom fram í málflutningi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sakborningar í Saltdreifaramálinu svokallaða hefðu fengið allt að tólf ára dóm eða hámark refsirammans. 8. mars 2023 11:22
Ritstjóri og blaðamaður Vísis kallaðir fyrir dóm Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, og Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður miðilsins, voru boðaðar fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur við aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í morgun. 8. mars 2023 10:54
Einbýlishús, rándýr bíll og lúxuslífstíll en haldið uppi af pabba Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. 7. mars 2023 07:01
Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. 6. mars 2023 13:37