Bellingham: Brandari að Chelsea hafi fengið að endurtaka vítaspyrnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 10:30 Jude Bellingham var ekki sáttur með afskipti myndbandadómara í tapi Borussia Dortmund í gær. Getty/James Williamson Jude Bellingham, miðjumaður Borussia Dortmund, var allt annað en sáttur með kringumstæðurnar í markinu sem skaut liði hans út úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira
Staðan var 1-1 samanlagt í einvíginu þegar Chelsea fékk víti eftir aðstoð Varsjárinnar. Kai Havertz tók vítið en skaut í stöngina. Varsjáin var þó ekki hætt því hún lét endurtaka vítið þar sem nokkrir leikmenn Dortmund voru komnir of snemma inn í teig. Havertz's penalty re-take a 'joke', says Bellingham as Dortmund crash out https://t.co/vZVWN23nkO pic.twitter.com/jIMxunAUmp— Reuters (@Reuters) March 8, 2023 Kai Havertz tók vítið aftur og skoraði. Hann tryggði Chelsea þar með 2-0 sigur í leiknum og komst liðið því áfram 2-1 samanlagt. Vítið hafði verið dæmt á hendi á Marius Wolf. Bellingham var ósáttur með báða myndbandadómana. „Ég veit ekki hvað annað hann gæti gert með hendinni sinni,“ sagði Jude Bellingham um vítadóminn en svo var komið að því að tjá sig um endutöku vítaspyrnunnar. Jude Bellingham has had his say on the penalty that saw Chelsea knock Borussia Dortmund out of the #UCL pic.twitter.com/oYmpa4EbTX— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 7, 2023 „Það voru vonbrigði að þetta skyldi vera víti en sú staðreynd að þeir fengu að endurtaka vítið er bara brandari,“ sagði Bellingham. „Í öllum vítaspyrnum, sérstaklega þegar menn hlaupa svona hægt að boltanum, þá eru leikmenn komnir eitthvað inn í teiginn. Hann tók þessa ákvörðun og við verðum að lifa með henni,“ sagði Bellingham. „Ég vil samt ekki segja meira og koma mér í vandræði. Ég hef borgað þeim nógu mikið hingað til,“ sagði Bellingham ósáttur. 6 Borussia Dortmund s Jude Bellingham is making his sixth start in the knockout stages of the Champions League, tying Trent Alexander-Arnold for the most starts by an English teenager in the knockout stages of the #UCL. Regular. pic.twitter.com/b7KZcO4ywO— OptaFranz (@OptaFranz) March 7, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Sjá meira