Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:31 Svanhildur Bogadóttir er borgarskjalavörður. Stöð 2/Einar Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns.
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Sjá meira