Segir óvenjulega staðið að málinu og leynd hafa ríkt um tillöguna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:31 Svanhildur Bogadóttir er borgarskjalavörður. Stöð 2/Einar Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir vægast sagt óvenjulega hafa verið staðið að þeirri tillögu að leggja niður Borgarskjalsafn. Svo mikil leynd hafi ríkt yfir tillögunni að hvorki hún né aðrir starfsmenn safnsins voru látnir vita. Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns. Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Svanhildar í Morgunblaðinu í morgun. Tillagan verður rædd á fundi borgarstjórnar klukkan 14 í dag og greidd um hana atkvæði. Svanhildur segir rétt að Borgarskjalasafn hafi lengi búið við þröngan kost og verkefum fjölgað án þess að fjármagn eða mannafli fylgdi. Hins vegar hafi verkefnum þá verið forgangsraðað og áhersla lögð á það brýnasta hverju sinni. Unnið hefur verið að stafrænni miðlun á safnkostinum og nýr vefur opnaður á næstunni. „Varðandi tillögu um niðurlagningu Borgarskjalasafns, þá hefur vægast sagt verið staðið óvenjulega að því máli öllu. Svo mikil leynd var yfir tillögunni sem var lögð fyrir borgarráð að hvorki borgarskjalavörður né starfsmenn Borgarskjalasafns máttu vita af því að til stæði að leggja safnið niður. Tillöguna átti að afgreiða á einum fundi, án þess að starfsmenn, hagsmunaaðilar eða almenningur fréttu af því fyrir en allt væri um garð gengið,“ segir Svanhildur í grein sinni. Hún segir mörgum þykja að verið sé að byrja á öfugum enda; að ákveða fyrst að leggja safnið niður en kanna svo fýsileika þess að ganga til samninga við ríkið um að sameina það Þjóðskjalasafni. „En skiptir þetta máli? Er ekki bara fínt að skjöl borgarinnar blandist við önnur skjöl Þjóðskjalasafns? Já, safnið skiptir borgarbúa máli. Borgarskjalasafn er ekki bara geymsla, heldur er það í senn þjónustu- og menningarstofnun en um leið stjórnsýslustofnun með ábyrgðarmikið eftirlitshlutverk, ekki síst þegar horft er til réttinda íbúa eða rekjanleika og gagnsæis þegar kemur að stjórnvaldsákvörðunum,“ segir Svanhildur. „Borgarskjalasafn er mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir stofnunum sínum og Reykvíkingum. Skjalavarsla er lögmætt verkefni sveitarfélaga og héraðsskjalasöfnin tryggja farsæla og hagkvæma framkvæmd hennar. Skjalavarsla borgarstofnana og fyrirtækja er samtvinnuð við rekstur Borgarskjalasafns. Þjóðskjalasafn mun ekki hafa bolmagn til að sinna öllum þessum þjónustuþáttum og eftirliti með tæplega 400 borgarstofnunum nema verulegar greiðslur komi frá borginni til ríkisins.“ Hún segir þjónustuna við borgarbúa ekki munu batna við að leggja safnið niður, né eftirlit með skjalavörslu borgarinnar. Þar að auki yrði Reykjavík eina höfuðborgin í Evrópu án borgarskjalasafns.
Reykjavík Söfn Stjórnsýsla Borgarstjórn Lokun Borgarskjalasafns Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira