Vann ekki Eddu en getur þakkað Eddu fyrir augnablik sem gleymist seint Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2022 23:47 Kristjana nýbúin að skella lummunni undir efri vörina þegar hún virðist átta sig á því að kastljósið beinist að svæðinu hennar í Háskólabíó. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu vann ekki í flokknum sjónvarpsmaður ársins á Eddunni í kvöld. Hún átti þó eitt af augnablikum kvöldsins í beinni útsendingu á RÚV. Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Lífið Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Fleiri fréttir „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Sjá meira
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02
„Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“