„Akkúrat ekkert“ sem réttlæti svona hátt leiguverð Máni Snær Þorláksson skrifar 2. mars 2023 21:54 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir að algjör sjálftaka ríki á leigumarkaðnum hér á landi. Vísir/Vilhelm Formaður VR vakti í dag athygli á háu leiguverði fyrir þriggja herbergja íbúð í Reykjavík. Leiguverðið var 375 þúsund krónur. Formaður Samtaka leigjenda segir að ekkert geti réttlætt slíkt verð, það sé þó ekki einsdæmi. „Það er bara akkúrat ekkert sem réttlætir það, ekki nokkur einasti hlutur,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, um leiguverðið í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðmundur segir að ekki sé hægt að kenna auknum kostnaði leigusala um þetta verð. „Þó það væri þannig þá er það bara einfaldlega þannig að leigjendur eru ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans,“ segir hann. Leigusalar geti ekki komið skuldbindingum sínum yfir á leigjendur: „Hverjar sem þær eru og hverjir sem lánakostirnir sem kaupendurnir á fasteignunum búa við. Að það sé hægt að framselja þeim á einhverja leigjendur, það er bara algjörlega ótækt.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt Guðmundi er leiguverð eins og það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á ekki einsdæmi. „Þetta eru verð sem við sjáum á markaðnum,“ segir hann. Samtök leigjenda hafa undanfarin mánuð verið með verðlagseftirlit á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir því er sú að verðsjá húsaleigu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) heldur úti, tekur ekki mið af þeim leigusamningum sem ekki eru þinglýstir. „Þinglýstir samningar eru einungis um það bil 48 prósent af leigumarkaðnum. Að stærstum hluta til eru það þeir samningar sem eru í lægri kantinum. Af því þegar leiguverð er orðið svona hátt eins og í þessu tilviki, 375 þúsund, þá þarf fólk einfaldlega að vera með það háar tekjur að það fær ekki húsaleigubætur. Það sér þá engan hag í að þinglýsa samningum.“ Guðmundur segir að því séu 52 prósent leigusamninga ekki undir verðsjánni hjá HMS. Þessir samningar séu hærri en þeir sem eru þinglýstir. „Við höfum safnað saman upplýsingum um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar til leigu á undanförnum þremur til fjórum vikum, þær staðfesta þetta sem Ragnar er að halda fram. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er orðið, ég vill nú ekki segja að þetta sé meðalverðið í dæmi Ragnars, en þetta er orðið þannig að verðlagning á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, er mun hærri heldur en verðsjáin segir til um, og hefur okkur þótt nóg um það verð sem hún sýnir.“ 130 sóttu um sömu íbúðina Að sögn Guðmundar er eftirspurnin miklu meiri en framboðið. „Ég talaði við einn leigusala í dag sem auglýsti íbúð fyrir um 10 dögum síðan. Viðkomandi fékk 130 umsóknir um þá íbúð,“ segir hann. „Það ríkir algjör sjálftaka á þessum markaði, það eru engar hömlur.“ Guðmundur bendir þá á að þessi leiguverð eru síðan tengd við vísitölu. Húsaleigan sem Ragnar tekur sem dæmi eigi eftir að hækka í hverjum einasta mánuði frá og með undirskrift samningsins. „Það er líka eitt sem við höfum verið að benda á, að framkvæmd við vísitölutengingu húsaleigusamninga á Íslandi er hugsanlega bara kolólögleg. Það er engin stoð fyrir þessu í lögunum, það er ekki minnst á vísitölutengingu húsaleigusamninga í einum einasta lagabálk. Ekki nóg með það, hún er framkvæmd einu sinni í mánuði hérna á Íslandi en ekki einu sinni á ári eins og alls staðar annars staðar í Evrópu. Bara sú framkvæmd, að leggja hana á einu sinni í mánuði, hún eykur krónutöluna sem leigjendur borga í vísitöluuppfærslu um 200 prósent. Þannig það er allt óeðlilegt við þetta.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
„Það er bara akkúrat ekkert sem réttlætir það, ekki nokkur einasti hlutur,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, um leiguverðið í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Guðmundur segir að ekki sé hægt að kenna auknum kostnaði leigusala um þetta verð. „Þó það væri þannig þá er það bara einfaldlega þannig að leigjendur eru ekki þátttakendur í fjárhagsskuldbindingum leigusalans,“ segir hann. Leigusalar geti ekki komið skuldbindingum sínum yfir á leigjendur: „Hverjar sem þær eru og hverjir sem lánakostirnir sem kaupendurnir á fasteignunum búa við. Að það sé hægt að framselja þeim á einhverja leigjendur, það er bara algjörlega ótækt.“ Ekki einsdæmi Samkvæmt Guðmundi er leiguverð eins og það sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti athygli á ekki einsdæmi. „Þetta eru verð sem við sjáum á markaðnum,“ segir hann. Samtök leigjenda hafa undanfarin mánuð verið með verðlagseftirlit á leigumarkaðnum. Ástæðan fyrir því er sú að verðsjá húsaleigu, sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) heldur úti, tekur ekki mið af þeim leigusamningum sem ekki eru þinglýstir. „Þinglýstir samningar eru einungis um það bil 48 prósent af leigumarkaðnum. Að stærstum hluta til eru það þeir samningar sem eru í lægri kantinum. Af því þegar leiguverð er orðið svona hátt eins og í þessu tilviki, 375 þúsund, þá þarf fólk einfaldlega að vera með það háar tekjur að það fær ekki húsaleigubætur. Það sér þá engan hag í að þinglýsa samningum.“ Guðmundur segir að því séu 52 prósent leigusamninga ekki undir verðsjánni hjá HMS. Þessir samningar séu hærri en þeir sem eru þinglýstir. „Við höfum safnað saman upplýsingum um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar til leigu á undanförnum þremur til fjórum vikum, þær staðfesta þetta sem Ragnar er að halda fram. Þetta er ekkert einsdæmi. Þetta er orðið, ég vill nú ekki segja að þetta sé meðalverðið í dæmi Ragnars, en þetta er orðið þannig að verðlagning á húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega, er mun hærri heldur en verðsjáin segir til um, og hefur okkur þótt nóg um það verð sem hún sýnir.“ 130 sóttu um sömu íbúðina Að sögn Guðmundar er eftirspurnin miklu meiri en framboðið. „Ég talaði við einn leigusala í dag sem auglýsti íbúð fyrir um 10 dögum síðan. Viðkomandi fékk 130 umsóknir um þá íbúð,“ segir hann. „Það ríkir algjör sjálftaka á þessum markaði, það eru engar hömlur.“ Guðmundur bendir þá á að þessi leiguverð eru síðan tengd við vísitölu. Húsaleigan sem Ragnar tekur sem dæmi eigi eftir að hækka í hverjum einasta mánuði frá og með undirskrift samningsins. „Það er líka eitt sem við höfum verið að benda á, að framkvæmd við vísitölutengingu húsaleigusamninga á Íslandi er hugsanlega bara kolólögleg. Það er engin stoð fyrir þessu í lögunum, það er ekki minnst á vísitölutengingu húsaleigusamninga í einum einasta lagabálk. Ekki nóg með það, hún er framkvæmd einu sinni í mánuði hérna á Íslandi en ekki einu sinni á ári eins og alls staðar annars staðar í Evrópu. Bara sú framkvæmd, að leggja hana á einu sinni í mánuði, hún eykur krónutöluna sem leigjendur borga í vísitöluuppfærslu um 200 prósent. Þannig það er allt óeðlilegt við þetta.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira