Segir fimm klukkustunda fund hafa strandað á þúsundkalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2023 12:36 Stefán Ólafsson er hluti af samninganefnd Eflingar. Vísir/Vilhelm Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar. Settur sáttasemjari boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi. Fundur hófst klukkan 20 og gert ráð fyrir að teygst gæti á fundi. Fundurinn stóð frá klukkan átta til að verða miðnætti án eiginlegrar niðurstöðu en alla vega án þess að samningsaðilar skelltu hurðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það var svo um hálf eittleytið í nótt sem fundi var slitið. Sáttasemjari tók ekki ákvörðun um nýjan fundartíma heldur lagðist hann undir feld að nýju. Óvissa er um framhaldið en viðræðuraðilar settir í fjölmiðlabann. „Aurasálin“ Stefán Ólafsson er fulltrúi í samninganefnd Eflingar. Hann hefur verið mjög virkur í baráttu Eflingar og ritað margan pistilinn, meðal annars hér á Vísi. Hann tjáir sig um fund gærdagsins á Facebook í stuttum pistli sem hann nefnir „aurasálina“. „Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán. Á Stefáni er því að skilja að Efling hafi verið fylgjandi miðlunartillögu en Samtak atvinnulífsins ekki. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Vísar Stefán þar til þess að meðlimir í samninganefnd Samtaka atvinnulífsins telji laun sín í milljónum en ekki hundruð þúsunda króna. Þá segir hann að fyrrnefnd „aurasál“ sé vissulega rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. Ósáttur við ráðherra Sæþór Benjamín Randalsson, sem sömuleiðis á sæti í samninganefnd Eflingar, stjórnarmaður Eflingar og formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, tjáir sig við þráð pistil Stefáns. „Algjör sóun á kvöldinu mínu. Samtök atvinnulífsins og Halldór Benjamín vilja hvorki semja né fallast á neinar málamiðlanir. Algjörir fasistar, virkjað með gagnsleysi Katrínar og Guðmundar,“ segir Sæþór og vísar til forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46 Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Settur sáttasemjari boðaði fulltrúa Eflingar og SA til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni í gærkvöldi. Fundur hófst klukkan 20 og gert ráð fyrir að teygst gæti á fundi. Fundurinn stóð frá klukkan átta til að verða miðnætti án eiginlegrar niðurstöðu en alla vega án þess að samningsaðilar skelltu hurðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það var svo um hálf eittleytið í nótt sem fundi var slitið. Sáttasemjari tók ekki ákvörðun um nýjan fundartíma heldur lagðist hann undir feld að nýju. Óvissa er um framhaldið en viðræðuraðilar settir í fjölmiðlabann. „Aurasálin“ Stefán Ólafsson er fulltrúi í samninganefnd Eflingar. Hann hefur verið mjög virkur í baráttu Eflingar og ritað margan pistilinn, meðal annars hér á Vísi. Hann tjáir sig um fund gærdagsins á Facebook í stuttum pistli sem hann nefnir „aurasálina“. „Í gærkvöld varði samninganefnd Eflingar hátt í 5 klst. í bið eftir því hvort samninganefnd atvinnurekenda (SA) myndi leyfa settum sáttasemjara að leggja fram svokallaða miðlunartillögu í deilu Eflingar og SA. Biðin var árangurslaus,“ segir Stefán. Á Stefáni er því að skilja að Efling hafi verið fylgjandi miðlunartillögu en Samtak atvinnulífsins ekki. „Við dagslok var það mér umhugsunarefni, hversu lengi fólk sem hefur milljónir í laun á mánuði getur rætt um eitt þúsund króna launahækkun til verkafólks - og það án árangurs!“ Vísar Stefán þar til þess að meðlimir í samninganefnd Samtaka atvinnulífsins telji laun sín í milljónum en ekki hundruð þúsunda króna. Þá segir hann að fyrrnefnd „aurasál“ sé vissulega rannsóknarefni fyrir sálfræðinga. Ósáttur við ráðherra Sæþór Benjamín Randalsson, sem sömuleiðis á sæti í samninganefnd Eflingar, stjórnarmaður Eflingar og formaður stjórnar vinnudeilusjóðs Eflingar, tjáir sig við þráð pistil Stefáns. „Algjör sóun á kvöldinu mínu. Samtök atvinnulífsins og Halldór Benjamín vilja hvorki semja né fallast á neinar málamiðlanir. Algjörir fasistar, virkjað með gagnsleysi Katrínar og Guðmundar,“ segir Sæþór og vísar til forsætisráðherra og vinnumarkaðsráðherra.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46 Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Rennur hratt úr tímaglasi sáttasemjara Reikna má með að settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins reyni að leggja fram miðlunartillögu á allra næstu dögum. Ýmsar ytri aðstæður hjálpa til við að flækja málin og tíminn vinnur ekki með lausn deilunnar. 28. febrúar 2023 11:46
Fjórir tímar dugðu ekki og óvíst hvenær næsti fundur er Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu í gærkvöldi lauk rétt eftir miðnætti. Engin niðurstaða náðist, engin miðlunartillaga er í sjónmáli og óvíst er hvenær næsti fundur fer fram. Ríkissáttasemjari leggst nú undir feld að nýju. 28. febrúar 2023 06:31