Enski boltinn

Ferguson segir að Rashford sé ekki nía og United þurfi framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford er markahæstur hjá Manchester United á tímabilinu.
Marcus Rashford er markahæstur hjá Manchester United á tímabilinu. getty/James Gill

Þrátt fyrir að Marcus Rashford hafi skorað 25 mörk í vetur segir Sir Alex Ferguson að hann sé ekki hreinræktaður framherji og Manchester United þurfi einn slíkan.

Eftir erfitt tímabil í fyrra hefur Rashford blómstrað í vetur og skorað grimmt, alls 25 mörk í öllum keppnum. Eitt þeirra kom þegar United vann Newcastle United, 2-0, í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudaginn. Ferguson segir að United þurfi samt meiri slagkraft í framlínu sína til að taka næsta skref.

„Ég held að hann sé ekki framherji. Hann heldur sig á vinstri kantinum og hefur verið frábær,“ sagði Ferguson við Sky Sports.

„Hann er góður að klára færin sín. Hann heldur skotunum alltaf niðri, sem er mjög mikilvægt fyrir framherja, og er sjóðheitur. Því miður er hann aðal uppspretta markanna hjá okkur. Við þyrftum á einum auka framherja á að halda.“

Rashford er langmarkahæsti leikmaður United á tímabilinu. Bruno Fernandes er næstmarkahæstur með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×