Lífið

Mun aldrei ná sér

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tom Sizemore fékk heilablóðfall á heimili sínu laugardaginn 18. febrúar.
Tom Sizemore fékk heilablóðfall á heimili sínu laugardaginn 18. febrúar. Getty/Paul Archuleta

Leikarinn Tom Sizemore mun aldrei ná sér aftur eftir að hafa fengið heilablóðfall fyrir rúmri viku síðan. Hann er í öndunarvél en slökkt verður á henni á næstu dögum. 

The Guardian hefur þetta eftir fjölskyldu leikarans. Sizemore er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Saving Private Ryan, Black Hawk Down og Heat. Hann er 61 árs gamall en fyrir rúmri viku síðan fékk hann heilablóðfall á heimili sínu.

Í gær tilkynntu læknar Sizemore fjölskyldu hans að hann væri ekki að fara að vakna aftur úr dái og mæltu með því að slökkt yrði á vélunum sem halda honum á lífi. 

Sizemore hefur í gegnum árin átt við fíkniefna- og áfengisvanda að stríða. Árið 2003 var hann sakfelldur fyrir heimilisofbeldi og árin 2009 og 2011 var hann handtekinn grunaður um að hafa beitt fyrrverandi maka sinn ofbeldi. 

Yfirlýsing frá fjölskyldu leikarans er væntanleg á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×