Innlent

Þrjú ár frá fyrsta Co­vid-smitinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Meirihluti Íslendinga hefur einhvern tímann á þessum þremur árum farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut líkt og þessi.
Meirihluti Íslendinga hefur einhvern tímann á þessum þremur árum farið í sýnatöku á Suðurlandsbraut líkt og þessi. Vísir/Vilhelm

Í dag eru þrjú ár frá því að fyrsta Covid-19 smitið greindist hér á landi. Þá greindist íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri með veiruna eftir að hafa verið staddur á Norður-Ítalíu. 

Veiran átti eftir að stjórna lífið okkar um nokkurt skeið eftir það. Á þessum þremur árum hafa greinst 209 þúsund staðfest smit, þar af 6.500 endursmit. 55,5 prósent Íslendinga hafa greinst með veiruna. 

Hér fyrir neðan má lesa grein Vísis um fyrsta smitið. 

Í heildina hafa 250 manns látist vegna veirunnar, lang flestir í fyrra eða 211 talsins. 31 lést árið 2020 og átta manns árið 2021. Flestir voru í aldurshópnum 80 til 89 ára, samtals 91 manns. Næst flestir voru níutíu ára eða eldri, 78 talsins. 

Flest smit á einum degi greindust þann 25. febrúar árið 2022 þegar 4.862 manns greindust smitaðir. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×