Sex prósent beiðna til VIRK uppfylltu skilyrði WHO um kulnun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 14:34 Þær Berglind Stefánsdóttir (til vinstri) og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, (til hægri) sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK, hafa rannsakað kulnun í starfi frá árinu 2020. VIRK Fimmtíu og átta prósent umsækjenda um starfsendurhæfingu hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði ráku heilsubrestinn til kulnunar. Niðurstaða þróunarverkefnis á vegum VIRK sýnir aftur á móti að einungis rúm sex prósent þeirra uppfylltu skilyrði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um kulnun í starfi. Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa rannsakað þessi mál frá árinu 2020. Guðrún Rakel var spurð hvað það væri sem skýrði þetta ósamræmi sem birtist í niðurstöðum verkefnisins. „Það er bara mjög góð spurning og kannski er erfitt að svara þér núna. Við erum einmitt kannski þess vegna að rannsaka þetta hjá VIRK. Við erum búin að vinna að þessu rannsóknarverkefni frá 2020 og þar sem þessi tiltekni hópur er undir. Við erum að tala um þau sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK og hvort óvinnufærnina megi að einhverju leyti rekja til kulnunar í starfi. Við erum að kafa ofan í þessi mál. En það virðast margir sem koma til okkar spegla sig í einkennum kulnunar og telja þau eiga við sig en síðan þegar kafað er dýpra ofan í málin þá er kannski eitthvað annað sem skýrir líðan fólksins betur og þann vanda sem verið er að glíma við.“ Guðrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að svo margir telji sig vera í kulnun sé að sum einkenni hennar eiga líka við um ýmsa geðræna kvilla til dæmis þunglyndi. Nýlega breytti Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreiningu sinni á kulnun. Nú er talað um hana sem vinnutengt fyrirbæri og að hana megi rekja til langvarandi álags á vinnustað. „Það sem einkennir þetta helst er örmögnun, mikil þreyta og aftenging. Þarna verður breytt viðhorf til vinnu og minni afköst. Einnig má bæta við hugrænum einkennum eins og minnisleysi og vanda við einbeitingu en þessi einkenni geta líka komið fram í ýmsum geðröskunum. Það er smá samsláttur þarna,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK. Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir „Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Þær Berglind Stefánsdóttir og Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingar og verkefnastjórar hjá VIRK hafa rannsakað þessi mál frá árinu 2020. Guðrún Rakel var spurð hvað það væri sem skýrði þetta ósamræmi sem birtist í niðurstöðum verkefnisins. „Það er bara mjög góð spurning og kannski er erfitt að svara þér núna. Við erum einmitt kannski þess vegna að rannsaka þetta hjá VIRK. Við erum búin að vinna að þessu rannsóknarverkefni frá 2020 og þar sem þessi tiltekni hópur er undir. Við erum að tala um þau sem sækja um starfsendurhæfingu hjá VIRK og hvort óvinnufærnina megi að einhverju leyti rekja til kulnunar í starfi. Við erum að kafa ofan í þessi mál. En það virðast margir sem koma til okkar spegla sig í einkennum kulnunar og telja þau eiga við sig en síðan þegar kafað er dýpra ofan í málin þá er kannski eitthvað annað sem skýrir líðan fólksins betur og þann vanda sem verið er að glíma við.“ Guðrún segir að hluti af ástæðunni fyrir því að svo margir telji sig vera í kulnun sé að sum einkenni hennar eiga líka við um ýmsa geðræna kvilla til dæmis þunglyndi. Nýlega breytti Alþjóðaheilbrigðismálastofnun skilgreiningu sinni á kulnun. Nú er talað um hana sem vinnutengt fyrirbæri og að hana megi rekja til langvarandi álags á vinnustað. „Það sem einkennir þetta helst er örmögnun, mikil þreyta og aftenging. Þarna verður breytt viðhorf til vinnu og minni afköst. Einnig má bæta við hugrænum einkennum eins og minnisleysi og vanda við einbeitingu en þessi einkenni geta líka komið fram í ýmsum geðröskunum. Það er smá samsláttur þarna,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá VIRK.
Geðheilbrigði Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heilsa Tengdar fréttir „Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00 Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03 Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
„Íþróttamenn segja ekki frá þessu og leita sér ekki hjálpar“ Það vakti athygli á dögunum þegar leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður PAUC í Frakklandi, greindi frá því að hann yrði að taka sér frí frá æfingum og keppni vegna kulnunar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík ræddi við Guðjón Guðmundsson um þessa hlið íþróttanna. 24. febrúar 2023 10:00
Þunglyndi óspennandi en allir að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi Þunglyndi virðist ekki nógu spennandi umræða í netmiðlum á sama tíma og allir virðast vera að greina sig með kulnun og þurfa í leyfi. Helst langt leyfi. 19. febrúar 2023 09:03
Læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun Skráðum samskiptum heimilislækna við sjúklinga hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og fleiri læknar segjast úrvinda og upplifa kulnun. Þetta kom fram í erindi forstjóra Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu á læknaráðstefnu sem nú fer fram í Hörpu. Hann tengir þetta ástand við aukin rafræn samskipti. 18. janúar 2023 10:16