Ísland aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. febrúar 2023 13:26 Kristín I. Pálsdóttir ræddi málefni heimilislausra og fólks með fíknivanda í Sprengisandi í dag. visir Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að skaðaminnkandi stefnu og úrræðum fyrir heimilislausa að sögn talskonu Rótarinnar. Mikil endurskoðun hafi þó átt sér stað í málaflokknum síðustu ár. Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“ Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Í fréttaskýringarþættinum Kompás sem sýndur var fyrir viku var fjallað um stöðu heimilislausra og sjónum beint að úrræðaleysi í málaflokknum. Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, berst fyrir betri hag heimilislausra kvenna. Hún er gagnrýnin á þær aðferðir sem beitt hefur verið í baráttunni gegn fíkn undanfarin ár. Hún ræddi um svokallaða skaðaminnkandi stefnu á Sprengisandi á Bylgjunni. „Við erum að feta okkar fyrstu skref í skaðaminnkandi nálgun hér á landi. Það er ekki fyrr en 2019 sem Reykjavíkurborg markar þessa stefnu hjá borginni. Borgin er nú með skaðaminnkandi stefnu sem þýðir að það er ekki unnið að því að koma öllum í meðferð heldur að vinna með því þar sem það er statt,“ segir Kristín. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni hér að neðan. „Þetta er gagnreynd, viðurkennd aðferð sem hefur verið ríkjandi í mörgum Evrópulöndum í tuttugu ár. Við erum mjög sein, aftarlega á merinni í þessu. Hluti af stefnunni eru búsetuúrræðin og það að viðurkenna að það eru ekki allir að afara að hætta að nota vímuefni. Maður er auðvitað heldur ekki í góðri aðstöðu til að hætta að nota vímuefni þegar þú hefur ekkert öryggi í þínu lífi.“ Vitundavakning hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Það er mikil gerjun í þessum málaflokki vegna þess að það ríkti mikil stöðnun í málefnum fólks með fíknivanda í fjörtíu eða fimmtíu ár. Þá var bara ein stefna og það mátti ekki að tala um annað. Bæði í sambandi við refsiaðferðir og meðferðir. Núna vitum við að það er ekki raunhæft,“ segir Kristín. Hún bendir á að heimilislaust fólk eigi alla jafnan við fjölþættan vanda að stríða. „Þetta eru oft fólk með heilbrigðisvandamál, fólk með langan félagslegan anda, sögu af ofbeldi. Geðrænn vandi og fíknivandi fylgist einnig oft að.“ Reykjavíkurborg sé í heilmikilli vinnu við endurskoðun. „Til dæmis núna 1. febrúar var kynnt í velferðarráði, endurskoðuð áætlun í málaflokknum þar sem verið er að undirbúa fleiri stig búsetu. Að þú farir úr neyðarskýli í sjálfstæða búsetu og viðurkenning á því að þarna sé bara ákveðinn hópur sem þarf bara langvarandi stuðning.“
Fíkn Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira