Fótbolti

Aron Elís kom inná þegar OB tapaði

Smári Jökull Jónsson skrifar
Aron Elís kom inná á 82.mínútu leiksins í kvöld.
Aron Elís kom inná á 82.mínútu leiksins í kvöld. Vísir/Getty

Aron Elís Þrándarson kom inn sem varamaður í liði OB sem tapaði fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Það var við ramman reip að draga hjá OB í dag enda mótherjarnir í Nordsjælland með nokkuð þægilega forystu á toppi dönsku deildarinnar. OB var hins vegar um miðja deild með 25 stig eftir nítján umferðir.

Aron Elís byrjaði á varamannabekk OB í dag sem lenti undir á 28.mínútu leiksins þegar Wahid Faghir kom Nordsjælland í 1-0. Mads Frökjær-Jensen jafnaði hins vegar í 1-1 undir lok fyrri hálfleiks og þannig var staðan í hálfleik.

Nordsjælland gerði hins vegar út um leikinn eftir hlé. Faghir skoraði sitt annað mark á 63.mínútu og Ernest Nuamah kom heimaliðinu í 3-1 tíu mínútum síðar. Emiliano Marcondes rak svo síðasta naglann í kistu OB þegar hann skoraði fjórða mark Nordsjælland á 80.mínútu.

Aron Elís kom inná á 82.mínútu hjá OB og skömmu síðar tókst gestunum að minnka muninn þegar Kian Hansen skoraði sjálfsmark.

Lokatölur 4-2 og Nordsjælland nú með sjö stiga forskot á Viborg á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×