Fótbolti

Sagði að Fred hefði verið eins og moskítófluga í kringum De Jong

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fred suðaði í kringum Frenkie de Jong allan tímann.
Fred suðaði í kringum Frenkie de Jong allan tímann. getty/Catherine Ivill

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, mærði markaskorara liðsins gegn Barcelona eftir leikinn í gær.

Brassarnir Fred og Antony skoruðu mörk United í 2-1 sigri á Börsungum í umspili um sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. United vann einvígið, 4-3 samanlagt.

„Þetta var stórkostlegt kvöld gegn toppliði spænsku úrvalsdeildarinnar,“ sagði Ten Hag eftir leikinn á Old Trafford. 

Hann hrósaði svo Brössunum sem skoruðu svo í hástert. Hann byrjaði á Antony sem kom inn á sem varamaður í hálfleik.

„Ég veit hvað Antony getur. Hann er hugrakkur og óttalaus. Hann kom inn á með það sem við þurftum. Hann leggur til atlögu og þegar lætur vaða þegar tækifærið gefst,“ sagði Ten Hag og sneri sér svo að Fred sem skoraði jöfnunarmarkið og var með Frenkie de Jong í strangri gæslu.

„Fred hafði mikilvægu hlutverki að gegna. Hann þurfti að stöðva De Jong og var eins og moskítófluga í kringum hann. Hann gerði líka frábærlega í fyrri leiknum og í kvöld skoraði hann mark. Þetta var magnað.“

Dregið verður í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag. Næsti leikur United er gegn Newcastle United í úrslitum deildabikarsins á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×