Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2023 16:02 Jóhann Páll vill fá að vita hvort Jón Gunnarsson hafi í alvöru viðrað þá hugmynd við Kára Stefánsson hvort ekki gæti verið sniðugt að gera tilraun með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. „Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli. Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Hefur ráðherra viðrað þá hugmynd við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að gerðar verði tilraunir með hugvíkkandi efni á 30 föngum í íslenskum fangelsum? Ef svo er, hefur ráðherra sett af stað vinnu í því skyni?“ Jóhann Páll óskar skriflegs svars. Einkasamtal en svo sem ekkert í trúnaði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var í viðtali í hlaðvarpi Frosta Logasonar, Spjallið með Frosta Logasyni sem finna má á efnisveitunni Brotkast.is. Þeir Frosti og Kári ræddu um hugvíkkandi efni sem hafa verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu. Og Kári lét þess svo getið, í framhjáhlaupi, að það hafi nú verið svo að sjálfur dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, hafi viðrað við sig þá hugmynd hvort ekki gæti verið snjallt að gera tilraunir með þessi hugvíkkandi efni á til dæmis 30 föngum í íslenskum fangelsum? Kári segir þar að það hafi komið honum á óvart að heyra hæstvirtan dómsmálaráðherra tala um þennan möguleika. En hann vildi sjá hvort að þetta mundi ekki að einhverju leiti bæta líf þeirra og bæta þá sem samfélagsþegna? Þetta hafi Jón sagt í einkasamtali en Kári tók það fram að ráðherrann hafi ekkert sérstaklega beðið sig um að hafa þetta ekki eftir honum. Þórunni misboðið „Mér fannst þetta benda til þess að núverandi dómsmálaráðherra hefði opin huga gagnvart nýstárlegum aðferðum við að hlúa að fólki og mér finnst að því beri að fagna. Hann sagðist alls ekki ætla að gera þetta en hann sagði að sér fynndist þetta athyglisverð hugmynd,“ sagði Kári og bætti því við að hann teldi þetta til marks um að þessi umræða hafi farið víða og sé farin að hafa töluverð áhrif á samfélagið. Þórunni Sveinbjarnardóttur varð hreinlega misboðið þegar hún heyrði af þessum meintu hugmyndum dómsmálaráðherra. Hún tók málið upp á þingi og sagðist vona að þetta væri einhver dómadagsvitleysa en ef svo væri ekki þá væri slíkur ráðherra löngu farinn frá í öllum öðrum þeim löndum sem við berum okkur saman við.vísir/vilhelm Þessi frásögn Kára hefur vakið verulega athygli og nú vill Jóhann Páll fá að vita hvort þetta hafi raunverulega verið svona í pottinn búið? Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar fjallaði um málið í ræðu á þinginu nú síðdegis og henni var heitt í hamsi, henni var misboðið: „Ég vona að þetta sé rangt. Ég vona að hérna sé haft rangt eftir og þetta sé einhver dómadagsvitleysa. En ef svo er ekki er svo alvarlegt mál á ferðinni að í öllum öðrum löndum væri dómsmálaráðherra sem léti slík ummæli falla fyrir hádegi, búinn að segja af sér eftir hádegi,“ Þórunn sagði að ef rétt reynist verði hið háa alþingi að fara í saumana á þessu máli.
Fangelsismál Hugvíkkandi efni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Alþingi Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira