„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. vísir/Arnar Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“ Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“
Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira