Lífið samstarf

Afsláttardagar í Ölpunum – vefverslun vikunnar á Vísi

Alparnir
Breytt úrval af skíðavörum fyrir allan aldur og getustig er að finna í útivistarversluninni Alparnir. 
Breytt úrval af skíðavörum fyrir allan aldur og getustig er að finna í útivistarversluninni Alparnir. 

„Skíðaíþróttin er frábært fjölskyldusport því fólk frá tveggja ára og upp í nírætt getur farið í sömu brekkuna. Það er mikil og góð samvera í því að fara saman á skíði,“ segir Brynjar Hafþórsson, framkvæmdastjóri útvistarverslunarinnar Alpanna.

Afsláttardagar standa nú yfir í Ölpunum en 25% afsláttur er af öllum skíðavörum. Alparnir eru vefverslun vikunnar á Vísi. „Við bjóðum mjög breytt úrval af skíðavörum fyrir allan aldur og getustig. Meðal annars frá merkjunum Salomon og Atomic.

Skíðaíþróttin nýtur mikilla vinsælda og er tilvalið fjölskyldusport

Auðvelt að koma krökkum af stað

„Það er heilmikil rómantík í kringum skíðasportið, taka með sér nesti og kakó og njóta saman. Nú er mikil uppbygging á skíðasvæðum, nýjar lyftur í Bláfjöllum meðal annars og snjóframleiðsla. Við finnum fyrir aukningu í skíðaiðkun á höfuðborgarsvæðinu þó veðrið spili ekki alltaf með. Svo er alltaf gaman að fara Norður. Þá eru margar flottar skíðabrekkur innan Reykjavíkur, í Ártúnsbrekku, Grafarvogi og Breiðholti sem er kjörið að fara í með byrjendur. 

Það er lítið mál að koma krökkum af stað, þau búa eðlislægt yfir svo miklu jafnvægi og stöðugleika og eru ótrúlega fljót að pikka þetta upp. Það er líka einfalt að græja búnað fyrir krakka til að byrja með, upp að ca. tíu ára aldri þurfa þau bara skíði, skó og hjálm,“ segir Brynjar. Eftir tíu ára aldurinn þurfi þó að velja viðeigandi búnaði og segir Brynjar starfsfólk Alpanna búa yfir sérþekkingu á hvaða búnaður henti við hvaða aðstæður.

Starfsfólk Alpanna hefur yfirgripsmikla þekkingu og getur ráðlagt um réttan búnað fyrir ólíkar aðstæður.

Sérþekking innan Alpanna

„Þetta getur verið hálfgerður frumskógur fyrir þá sem eru að byrja en við leggjum höfuðáherslu á að viðskiptavinir okkar kaupi réttan búnað, nýti sér þekkingu okkar og þjónustu og að allir fari héðan út með réttan búnað fyrir þá íþrótt sem á að stunda.

Notendaviðmótið á heimsíðunni okkar er mjög þægilegt og inni á síðunni er að finna mikinn fróðleik um hvernig á að velja rétta búnaðinn fyrir ólíkar aðstæður, til dæmis rétta gönguskó, rétta hlaupavestið, utanvegaskóna og skíði. Ef fólk lendir í einhverjum vandræðum er um að gera að hringja bara í okkur eða senda tölvupóst og við hjálpum og ráðleggjum,“ segir Brynjar.

Ísland er fjallaskíðaparadís

Fjallaskíði vinsælt og aðgengilegt sport

„Ísland er hreinasta fjallaskíðaparadís og sérstaklega er Norðurland á heimsklassa hvað það varðar. Fólk kemur alls staðar að úr heiminum til að skíða á Tröllaskaga til dæmis. Fjallaskíði eru bæði skemmtilegt og aðgengilgt sport, fólk einfaldlega leggur bílnum og labbar af stað. Þó þarf að hafa í huga að fjallaskíði teljast til jaðarsports og mikilvægt er að kynna sér snjóalög með tilliti til snjóflóðahættu. Þá er sérstaklega mikilvægt að velja réttan búnað. Þar eigum við mjög gott úrval frá merkinu Atomic,“ segir Brynjar.

„Við sendum allar pantanir yfir tíu þúsund frítt, hvert á land sem er. Allar pantanir eru afgreiddar og komnar í póst fyrir hádegi daginn eftir að þær berast. Þekking, þjónusta og lipurð eru okkar einkunnarorð.“

Alparnir.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×