„Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. febrúar 2023 14:00 Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Sigurjón Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. Fundað hefur verið í Karphúsinu frá því í morgun. Aðspurður um það hvort Efling og SA séu að færast nær hvort öðru segir Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, að viðræðurnar séu að fara í rétta átt. „Ég skal ekki alveg segja. Það er allavega þannig að við erum að leita hófana með það hvort við getum fundið út úr því að koma okkur inn í svona alvöru kjarasamningsviðræður. Á meðan við tosumst í rétta átt þá hljótum við að færast eitthvað nær, ég held að það sé þannig. En við erum alls ekki komin þangað.“ Eruði strax að taka á viðkvæmustu blettunum í þessu? „Það sem málið hefur kannski dálítið snúist um er að af hálfu Eflingar hefur verið lögð áhersla á það að þyrfti að gera kjaramamning sem tæki í meira mæli mið af þeirra tilteknu aðstæðum heldur en SGS kjarasamningarnir gera. Það er meðal annars það sem menn hafa verið að reyna að skoða hvort hægt sé að koma í kring.“ Klippa: Settur ríkissáttasemjari bjartsýnn Ástráður segir að viðræðurnar sé ennþá einfaldar í sniðum. Viðræður milli undirhópa, þar sem fulltrúar beggja aðila sitja saman og ræða málin, eru ekki hafnar. „Það er alls ekki komið út í slíka vinnu eins og myndi gerast þegar alvöru kjarasamningsviðræður koma í gang. Viðræðunefndir fulltrúanna hittast og þar fer aðalvinnan fram, í mjög fámennum hópi. Svo reyni ég að leggja lið eftir megni. En það eru engar fleiri undirnefndir.“ Áttar sig á því að það liggur á Ljóst er að klukkan tifar. Verkföll olíubílstjóra og fjölmargra hótelstarfsmanna hófust í gær og áhrif þess voru ekki lengi að koma fram. Stax í gær fór eldsneyti að klárast á nokkrum bensínstöðvum og ferðaþjónustan óttast að túristar verði heimilislausir um helgina. Varðandi það hversu langan tíma er hægt að gefa samtalinu sem er að eiga sér stað núna segir Ástráður: „Ég veit það ekki og ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því og ég satt að segja átta mig ekki alveg á því. En ég átta mig á því að það liggur á og það er mikilvægt að aðilarnir nái saman sem allra fyrst. Á meðan við náum að tosast í rétta átt þá höldum við áfram. Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara ríkisins.“ Þá segir Ástráður að miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson lagði fram sé ekki á borðinu eins og stendur. „Hún er ekki til umræðu núna.“ Og verður hún það ekki? „Það má guð vita.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58 Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. 16. febrúar 2023 11:13 Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fundað hefur verið í Karphúsinu frá því í morgun. Aðspurður um það hvort Efling og SA séu að færast nær hvort öðru segir Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, að viðræðurnar séu að fara í rétta átt. „Ég skal ekki alveg segja. Það er allavega þannig að við erum að leita hófana með það hvort við getum fundið út úr því að koma okkur inn í svona alvöru kjarasamningsviðræður. Á meðan við tosumst í rétta átt þá hljótum við að færast eitthvað nær, ég held að það sé þannig. En við erum alls ekki komin þangað.“ Eruði strax að taka á viðkvæmustu blettunum í þessu? „Það sem málið hefur kannski dálítið snúist um er að af hálfu Eflingar hefur verið lögð áhersla á það að þyrfti að gera kjaramamning sem tæki í meira mæli mið af þeirra tilteknu aðstæðum heldur en SGS kjarasamningarnir gera. Það er meðal annars það sem menn hafa verið að reyna að skoða hvort hægt sé að koma í kring.“ Klippa: Settur ríkissáttasemjari bjartsýnn Ástráður segir að viðræðurnar sé ennþá einfaldar í sniðum. Viðræður milli undirhópa, þar sem fulltrúar beggja aðila sitja saman og ræða málin, eru ekki hafnar. „Það er alls ekki komið út í slíka vinnu eins og myndi gerast þegar alvöru kjarasamningsviðræður koma í gang. Viðræðunefndir fulltrúanna hittast og þar fer aðalvinnan fram, í mjög fámennum hópi. Svo reyni ég að leggja lið eftir megni. En það eru engar fleiri undirnefndir.“ Áttar sig á því að það liggur á Ljóst er að klukkan tifar. Verkföll olíubílstjóra og fjölmargra hótelstarfsmanna hófust í gær og áhrif þess voru ekki lengi að koma fram. Stax í gær fór eldsneyti að klárast á nokkrum bensínstöðvum og ferðaþjónustan óttast að túristar verði heimilislausir um helgina. Varðandi það hversu langan tíma er hægt að gefa samtalinu sem er að eiga sér stað núna segir Ástráður: „Ég veit það ekki og ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því og ég satt að segja átta mig ekki alveg á því. En ég átta mig á því að það liggur á og það er mikilvægt að aðilarnir nái saman sem allra fyrst. Á meðan við náum að tosast í rétta átt þá höldum við áfram. Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara ríkisins.“ Þá segir Ástráður að miðlunartillaga sem Aðalsteinn Leifsson lagði fram sé ekki á borðinu eins og stendur. „Hún er ekki til umræðu núna.“ Og verður hún það ekki? „Það má guð vita.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58 Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. 16. febrúar 2023 11:13 Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58
Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað? Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið. 16. febrúar 2023 11:13
Efling fresti ekki aðgerðum nema eitthvað bitasætt verði lagt á borð Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins mættu til fundar hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan tíu í morgun. Enn er óljóst hvort af eiginlegum samningaviðræðum verði þar sem viðræður komust aldrei á það stig í gær. 16. febrúar 2023 10:16