Innlent

Landsmenn minntir á strangar reglur er varða geymslu á bensíni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér er verið að fylla vel á tank á bensínstöð Olís.
Hér er verið að fylla vel á tank á bensínstöð Olís. Vísir/Hulda Margrét

Umhverfisstofnun minnir landsmenn á að olíu skal meðhöndla með varúð og gæta þess að hún komist ekki með neinum hætti út í jarðveg, niðurföll, frárennslislagnir, vatnsföll eða aðra staði þar sem hún getur dreifst um og valdið mengun.

Verkfall bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu hjá olíufélögunum skall á klukkan tólf á hádegi. Von er á því að bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu tæmist á næstu sólarhringum. Álag hefur verið á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu í vikunni. Borið hefur á því að fólk hafi mætt með stóra tanka og fyllt til lengri tíma.

„Bent er á að geymsla á olíuefnum í hýbýlum manna s.s. bílskúrum, í smærri útiskúrum eða við húsvegg getur verið mjög varasöm og valdið bæði íkveikju- og sprengihættu. Einnig er með öllu óheimilt að losa hvers kyns olíuefni í niðurföll eða önnur fráveitukerfi og skulu þau ætíð vera geymd í traustum lekabyttum þar sem tryggt er að efnin komist ekki niður í frárennslið,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Í ljósi frétta af verkfallsaðgerðum olíuflutningsbílstjóra og upplýsinga um að almenningur og rekstraraðilar séu að undirbúa söfnun varabirgða eldsneytis, vill Umhverfisstofnun benda á að við hvers kyns geymslu á olíuefnum gilda ákveðnar reglur sem bæði almenningur og rekstraraðilar þurfa að fylgja.

Í reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, kemur fram hvaða kröfur skal uppfylla við geymslu á olíuefnum. Markmið reglugerðarinnar er m.a. að tryggja fullnægjandi mengunarvarnir á meðhöndlun olíuefna.

Nánar á vef Umhverfisstofnunar.


Tengdar fréttir

Aga­legt að fara í verk­fall en finnur fyrir stuðningi

Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×