Innlent

Efling og SA boðuð á fund sátta­semjara í fyrra­málið

Kjartan Kjartansson skrifar
Fundurinn verður haldinn í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni í Reykjavík.
Fundurinn verður haldinn í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær.

Elísbet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, staðfestir við Vísi að fulltrúum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafi verið send boð um fund í fyrramálið.

Deila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í kirfilegum hnút og að óbreyttu hefst verkfall félagsmanna stéttarfélagsins hjá Samskipum, Skeljungi, Olíudreifingu, Beraya Hotels og Edition á hádegi á morgun.

Efling gerði ítrekað kröfu um að Aðalsteinn viki sæti sem sáttasemjari í deilunni eftir að hann setti fram miðlunartillögu í deilunni. Aðalsteinn varð við því í gær eftir að Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms um hvort Eflingu væri skylt að afhenda kjörskrá sína, svo félagsmenn gætu greitt atkvæði um tillöguna. Ríkissáttasemjari hafði gert samkomulag við Eflingu um að úrskurðinum yrði ekki skotið til Hæstaréttar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×