Ófrískar konur mega nú taka þátt í Ungfrú Ísland Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 15:58 Ungfrú Ísland/Arnór Trausti-Vísir/Vilhelm Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland hefur snúið aftur en nú í breyttri mynd. Mæður, giftar og ófrískar konur mega nú taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, fagnar þessum tímabæru breytingum. „Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um. Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Aðalmarkmiðið er að finna konu sem er fyrirmynd og allir geta speglað sig í á einhvern hátt. Við höfum verið bundin við það síðustu sjötíu ár sem þessi keppni hefur verið haldin, að Miss Universe hefur ekki leyft mæður eða giftar konur. Þannig þetta er rosalega stórt skref,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Undankeppni Miss Universe hét áður Miss Universe Iceland og var það Manuela sem fór fyrir þeirri keppni ásamt Pageant Smart. Nú hafa þau hins vegar tekið yfir Ungfrú Ísland vörumerkið og tekur sú keppni við af Miss Universe Iceland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Skrifar gagnrýni á fáfræði Manuela segir umhverfi fegurðarsamkeppna vera gjörbreytt frá því að hún var sjálf krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Þá hafi keppendur verið settir á vigt og úlitskröfurnar hafi verið allsráðandi. Það er nú liðin tíð samkvæmt Manuelu. „Það er ekkert leyndarmál að fegurðarsamkeppnir fá á sig gagnrýni en ég skrifa það alltaf bara á fáfræði. Í dag er þetta svo rosalega breytt. Það er ekkert eftir af þessum gömlu hugmyndum sem voru áður ríkjandi. Keppnin sjálf er kannski eins upp byggð en áherslurnar eru allt allt aðrar. Það er alveg ástæða fyrir því að margar stelpur taka þátt aftur og aftur. Þær fá svo rosalega mikið út úr því að keppa, jafnvel þótt þær vinni ekki,“ segir Manuela. Leita að einhverri sem er tilbúin að fara „all-in“ Hún segir keppnina í dag snúast að miklu leyti um sjálfsvinnu og að skapa vettvang fyrir konur til þess að nota röddina sína og láta gott af sér leiða. Engar útlitskröfur eru gerðar, heldur eru einu skilyrðin fyrir þátttöku að vera kona á aldrinum 18-28 ára. Þó þarf sigurvegarinn að vera tilbúinn að takast á við það stóra verkefni sem Miss Universe er. Sú sem hreppir annað sætið fer einnig út í stóra keppni, Miss Supranational. „Það eru margar sem gera sér ekki grein fyrir því hvað það er raunverulega erfitt að fara í svona stóra keppni. Það er brjáluð keyrsla og þetta tekur á bæði andlega og líkamlega. Við náttúrlega reynum að undirbúa okkar keppendur fyrir stóru keppnina eins vel og við getum. Þannig það þarf einhverja sem er tilbúin í að fara „all-in“ í alla þá vinnu sem fylgir.“ View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missuniverseiceland) Miss Universe er fyrir allar konur Manuela segir fjölbreytileikann stöðugt vera að aukast í keppninni erlendis. Til að mynda hafi fyrsta trans konan tekið þátt í keppninni árið 2018 fyrir hönd Spánar. Þá hafi konur sem notast við hjólastól einnig tekið þátt í undankeppnunum erlendis. Hún tekur því þessum nýju breytingum fagnandi, enda eru þær til þess fallnar að auka fjölbreytileikann enn frekar. „Mér finnst þetta bara frábær leið til að undirstrika að Miss Universe er fyrir allar konur og ég vonast bara til að sjá fjölbreyttan hóp umsækjenda og fá glæsilegar giftar mæður í hópinn í ár,“ segir Manuela sem hvetur allar áhugasamar konur á aldrinum 18-28 ára til þess að sækja um.
Ungfrú Ísland Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46 Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01 „Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31 Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59 Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Hrafnhildur flogin út í lokakeppni Miss Universe Hrafnhildur Haraldsdóttir, Miss Universe Iceland, hélt síðastliðinn miðvikudag vestur um haf til að taka þátt í aðalkeppni Miss Universe. 30. desember 2022 11:46
Svona var Miss Universe Iceland árið 2022 valin Hrafnhildur Haraldsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland 2022. Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 27. ágúst 2022 10:01
„Ég bjóst alls ekki við þessu“ „Það var spennufall í gær, það er sama hversu oft ég geri þetta ég fer alltaf að grenja og það eru alltaf allar tilfinningarnar,“ segir Manuela Ósk Harðardótir framkvæmdastjóri keppninnar Miss Universe Iceland eftir keppnina í gær. 25. ágúst 2022 15:31
Elísa Gróa er Miss Universe Iceland 2021 Elísa Gróa Steinþórsdóttir, Miss Capital Region, var rétt í þessu krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á Stöð 2 Vísi. 29. september 2021 22:59