Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:32 Sprengingin var gríðarlega öflug og mikil mildi þykir að engin hafi slasast Vísir/Vilhelm Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.” Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.”
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira