Fótbolti

Tékkneskur landsliðsmaður kemur út úr skápnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jakub Jankto hefur leikið tæplega fimmtíu landsleiki fyrir Tékkland.
Jakub Jankto hefur leikið tæplega fimmtíu landsleiki fyrir Tékkland. getty/Marcio Machado

Jakub Jankto, landsliðsmaður Tékklands í fótbolta, kom út úr skápnum í dag. Hann tilkynnti þetta á Twitter.

„Ég vil lifa lífinu óhræddur, fordómalaus og sem frjáls og elskandi maður,“ sagði Jankto. „Ég er samkynhneigður og vil ekki fela það lengur.“

Jankto, sem er 27 ára, leikur með Sparta Prag í heimalandinu á láni frá Getafe á Spáni. Hann lék lengi á Ítalíu, með Sampdoria, Udinese og Ascoli.

Jankto hefur leikið 45 leiki fyrir tékkneska A-landsliðið og skorað fjögur mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×