Innlent

Tveir fluttir á bráða­deild eftir á­rekstur á Reykja­nes­braut

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil bílaröð hefur myndast á Reykjanesbrautinni í kjölfar slyssins.
Mikil bílaröð hefur myndast á Reykjanesbrautinni í kjölfar slyssins. Vísir/Teitur Þorkelsson

Reykjanesbraut er lokuð í báðar áttir vegna umferðarslyss sem varð á einbreiða kaflanum sunnan við álverið í Straumsvík í Hafnarfirði á níunda tímanum í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði rákust tveir bílar saman og voru tveir einstaklingar fluttir á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar.

Tilkynningin barst klukkan 8:29 og voru tveir dælubílar og þrír sjúkrabílar sendir á staðinn.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að umferð sé stýrt um Krýsuvíkurveg á meðan vegurinn er lokaður.

Uppfært klukkan 10: Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir.

Vísir/Teitur Þorkelsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×