Mjólkurgrautur og slátur í Hrísey og þorrablót í kvöld Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. febrúar 2023 12:01 Hríseyingar komu saman í hádeginu og fengu sér mjólkurgraut og slátur í boði ferðafélags eyjunnar. Hér skammtar Þröstur Johan Jörundi graut og Ómar bíður þolinmóður á meðan. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Hrísey komu nú saman í hádeginu til að gæða sér á mjólkurgraut og slátri og í kvöld er þorrablót í eyjunni. Þá er haldið upp á 112 daginn og kökubasar verður líka í eyjunni í dag . Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Íbúar í Hrísey eru um 120 með fasta búsetu en yfir sumartímann fjölgar þeim þegar fólk flytur í sumarhúsin sín. Það er mikil samstaða á meðal íbúa en í hverjum mánuði býður ferðamálafélag Hríseyjar öllum upp á mjólkurgraut og slátur í hádeginu á laugardegi í félagsheimilinu eins og í dag. Ásrún Ýr Gestsdóttir starfar fyrir byggðaþróunarverkefnið Áfram Hrísey og veit allt um dagskrá dagsins. „Og svo klukkan 13:00 verður kökubasar í Hríseyjarbúðinni, sem foreldrafélag Hríseyjarskóla stendur fyrir og síðan erum við að halda upp á 112 daginn því að við fengum nýjan slökkviliðsbíl í vikunni og björgunarsveitin í eyjunni er búin að vera að endurnýja búnaðinn sinn, þannig að það verður opið hús hjá þeim á milli 14:00 og 16:00. Við erum alltaf að skemmta okkur í Hrísey en það er sérstaklega góð skemmtun í dag,” segir Ásrún Ýr. Ásrún Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey” Aðsend Og áttu von á miklu stuði og stemningu á þorrablótinu í kvöld? „Já, heldur betur. Ég held að það séu um 140 manns, sem hafa skráð sig á blótið og við vitum að maturinn verður góður þó fólki finnist hann mis góður. Svo verður skemmtileg hljómsveit með ball. Við Hríseyingar erum glöð upp til hópa þannig að ég geri ráð fyrir mikilli skemmtun.” Nýi slökkviliðsbílinn verður til sýnis í dag á 112 deginum en hér eru þeir Ingólfur, Klas, Vigfús og Hörður við bílinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lífið í Hrísey svona almennt, hvernig gengur það? „Það gengur bara vel. Við fórum af stað með byggðaþróunarverkefni í haust, sem heitir “Áfram Hrísey”, sem ég starfa fyrir og við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill koma og prófa að búa út í eyju, þannig að núna erum við helst að vinna í því að fá langtímaleiguhúsnæði, sem virðist vera að ganga upp. Við erum búin að fá vilyrði frá Akureyrarbæ að breyta hérna lóðum úr einbýlishúsalóðum í fjölbýlislóðir og það eru áhugasamir einstaklingar og fyrirtæki, sem hafa áhuga á að byggja. Þannig að við erum mjög bjartsýni á framtíðina hérna,” segir Ýr Gestsdóttir, sem vinnur fyrir byggðaþróunarverkefnið „Áfram Hrísey.” Byggðaþróunarverkefnið
Hrísey Akureyri Þorrablót Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira