25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 17:26 Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent