25 ákærðir fyrir hnífaárásina á Bankastræti Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 17:26 Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Héraðssaksóknari hefur ákært 25 í tengslum við rannsókn sína á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Einn er ákærður fyrir tilraun til manndráps. RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
RÚV greinir frá útgáfu ákærunnar. Einn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, tíu fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni. Þrír karlmenn slösuðust í árásinni. Í frétt RÚV kemur fram að sá sem er ákærður fyrir manndrápstilraun hafi verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag. Sá hefur verið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur sem er mesti mögulegi tími án útgáfu ákæru. Honum er gefið að sök að hafa stungið þrjá menn með hníf en hinir tíu veist að þeim með því að kýla og sparka í þá. Mennirnir þrír sem slösuðust krefjast fimmtán milljóna króna í bætur. Óhætt er að segja að árásin á Bankastræti Club hafi valdið óhug meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins og víðar. Öryggisgæsla í miðbænum var efld til muna um helgina og þá virðist árásin tengjast deilum tveggja hópa. Þær deilur hafa leitt af sér frekari hótanir í formi bensínsprengja á hús og líkamsárásar í fangelsi. Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu lak myndbandi af árásinni úr öryggismyndavél. Honum var vikið frá störfum og hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu ekki verið óskað eftir frekara framlagi hans. Lekinn er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45 Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 27. janúar 2023 13:45
Árásarmaður í Bankastrætismálinu lýsir aðdraganda árásarinnar Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus. 19. janúar 2023 07:00
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í Bankastræti Club-málinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn. 17. janúar 2023 12:23