Tveir frá Eflingu fái að mæta á hótelin og frá því verði ekki hvikað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 16:32 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var í broddi fylkingar við Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslandshótela segir eftirlit Eflingar á hótelum í höfuðborginni stundum líkjast mótmælaaðgerðum og valdi starfsfólki og gestum vanlíðan og óöryggi. Í ljósi þess verði ekki fleiri en tveimur verkfallsvörðum Eflingar hleypt inn á hótelin. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela í Reykjavík hófst á þriðjudag. Efling hefur sakað Íslandshótel um verkfallsbrot. Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, sendi Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bréf í dag og fjölmiðlum afrit. Þar er vísað til þeirrar stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og um leið verkfalls Eflingar hjá starfsfólki Íslandshótela. Davíð Torfi Ólafsson forstjóri Íslandshótela.Vísir/Egill „Íslandshótel hafa ávallt virt verkfallsrétt Eflingar. Á sama tíma eru hótel félagsins áfram í dagsdaglegum rekstri, þó með takmörkun á þjónustu sökum verkfalls. Skýrar reglur gilda um þær takmarkanir sem Íslandshótel er bundið af á meðan á verkfalli stendur, sem er hlýtt í einu og öllu,“ segir í bréfinu. Félagsmenn Eflingar létu í sér heyra við Ráðherrabústaðinn og Sólveig Anna jós fúkyrðum yfir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Íslandshótel hafi sýnt kröfum Eflingar um eftirlit með verkfalli skilning og boðið félaginu að hafa eftirlit með friðsamlegum hætti, með það fyrir augum að gestir hótelanna fái næði og að starfsmenn sem ekki eru í verkfalli verði ekki fyrir áreiti. „Við eftirlit Eflingar hafa hins vegar komið upp atvik síðustu daga, sem geta ekki talist til eftirlits með friðsamlegum hætti eða þeirrar gagnkvæmu tillitsskyldu atvinnurekenda og stéttarfélaga sem ber að virða á meðan á verkfalli stendur. Er vísað til þess að gestir hafa verið áreittir og haft hefur verið í hótunum við starfsfólk sem ekki tilheyrir Eflingu. Jafnframt hefur eftirlit Eflingar á stundum líkst mótmælaaðgerðum, þar sem haft er hátt, fullyrt er um verkfallsbrot og þess krafist að loka eigi hótelunum, án rökstuðnings.“ Þetta hafi raskað lögmætri starfsemi félagsins, en það sem alvarlegra sé, valdið vanlíðan og óöryggi hjá gestum og starfsfólki. Við það geti Íslandshótel ekki unað. Sólveig Anna birti þetta myndband að neðan frá einu hótelanna í gær. „Í ljósi stöðu mála, og með tillitsskyldu aðila að leiðarljósi, hafa Íslandshótel tekið þá ákvörðun að tveimur fulltrúum Eflingar í senn verði veittur aðgangur að hótelunum til eftirlits. Frá því verður ekki kvikað. Með hag allra fyrir brjósti telja Íslandshótel að við þessa leið geti báðir aðilar unað, þannig að eftirlit sé virkt en á sama tíma að líðan og öryggi gesta og starfsfólks sé tryggt,“ segir í bréfinu og er þessi hluti bréfsins undirstrikaður til að leggja áherslu á ákvörðunina. „Íslandshótel er í fullum rétti til þess að taka ákvörðun um það hvernig aðgengi að hótelum félagsins er háttað hverju sinni, hvort sem um verkfall sé að ræða eður ei. Er það von Íslandshótela að þessi ákvörðun sé virt, svo ekki komi til atvika sem leiði til ófyrirséðra eða neikvæðra afleiðinga. Sömuleiðis er það einlæg von Íslandshótela að lausn finnist á kjaradeilu Eflingar og SA sem allra fyrst, svo hægt sé að horfa fram á veginn í sátt og samlyndi.“ Eftir sem áður geti Efling treyst því að Íslandshótel og starfsfólk þess muni halda áfram að virða verkfallsrétt Eflingar og fara að lögum í einu og öllu á meðan á verkfalli stendur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira