Hulk skoraði tvö stórglæsileg mörk með skotum beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri Atlético Mineiro á Democrata.
Fyrra markið kom á 13. mínútu með skoti úr aukaspyrnu tæplega þrjátíu metrum fyrir utan vítateig. Skotið mældist á níutíu kílómetra hraða á klukkustund og fór yfir markvörð Democrata. Það var samt bara upphitun fyrir annað markið.
Á 35. mínútu fékk Atlético Mineiro aukaspyrnu í vítateigsboganum. Hulk steig fram og þrumaði boltanum í upp í þaknetið. Það skot mældist á hvorki meira né minna en 120 kílómetra hraða á klukkustund.
Mörkin glæsilegu má sjá hér fyrir neðan.
Melhores Momentos: Atlético 3x0 Democrata-SL
— Atlético (@Atletico) February 9, 2023
Confira os principais lances da vitória atleticana desta noite, pelo Campeonato Mineiro.#VamoGalo #CAMxDFC pic.twitter.com/FJx2WliP02
Hulk gekk í raðir Atlético Mineiro fyrir tveimur árum eftir að hafa spilað lengi í Evrópu og Asíu. Hann hefur skorað fimm mörk fyrir liðið í Campeonato Mineiro keppninni.