Innlent

Þau vilja taka við stöðu lög­reglu­stjóra í Eyjum

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Vestmannaeyjum. 
Frá Vestmannaeyjum.  Vísir/Vilhelm

Fimm sóttu um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar nýverið.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að umsækjendur séu:

  • Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðstoðarsaksóknari
  • Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari
  • Karl Gauti Hjaltason, lögmaður
  • Kristmundur Stefán Einarsson, aðstoðarsaksóknari
  • Sigurður Hólmar Kristjánsson, aðstoðarsaksóknari

Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn og er miðað við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl 2023.

Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið lögreglustjóri umdæmisins í Vestmannaeyjum síðustu misserin, samhliða starfi sínu á sem lögreglustjóri á Suðurlandi. 


Tengdar fréttir

Grímur skipaður lög­reglu­stjóri á Suður­landi

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra á Suðurlandi frá 1. apríl næstkomandi. Grímur hefur verið settur lögreglustjóri á Suðurlandi síðan 1. júlí 2022.

Skipaður lög­reglu­stjóri á Vest­fjörðum

Dómsmálaráðherra hefur skipað Helga Jensson, aðstoðarsaksóknara og staðgengill lögreglustjórans á Austurlandi, í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum frá og með 1. janúar 2023.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×