Segja verkfallsbrot framin á Grand Hótel Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. febrúar 2023 16:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrir utan eitt hótela Íslandshótela í dag. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. Í dag ákváðu forsvarsmenn Íslandshótela þá ákvörðun að hleypa ekki verkfallsvörðum Eflingar frekar inn á hótel sín og sögðu verðina hafa verið að hóta starfsmönnum hótelanna sem eru í öðrum stéttarfélögum. Efling hafnar þeim ásökunum um að verkfallsverðirnir hafi haft uppi hótanir. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé „hreinræktaður uppspuni og dæmigert fyrir villandi upplýsingar fyrirtækisins til starfsfólks síns og almennings á síðustu viku.“ Bara tvö inn í einu Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að skilyrðin sem hótelin hafa sett gera það að verkum að Efling geti ekki sinnt verkfallsvörslu. Einungis tveimur vörðum sé hleypt inn í einu. „Hér reyndum við að koma áðan ég og félagar mínir til að sinna verkfallsvörslu. Ég ásamt hópi kvenna og einum karlmanni. Þá var okkur tilkynnt að við mættum bara fara tvö inn. Við útskýrðum með mjög málefnalegum og kurteisislegum hætti að það gengi ekki að Efling færi í verkfallsvörslu með þeim hætti,“ segir Sólveig. Frá mótmælum Eflingar í dag.Vísir/Vésteinn Hún segir verðina vera á leið inn á vinnustað sem þeir þekkja ekki og vita ekki hvað sé að mæta þeim. Þá hafi verðirnir reynt að útskýra að til þess að varsla á svo stórum vinnustað væri effektíf þyrfti stærri hópur að fara inn enda stór hótel. „Það var ekki hægt að ná neinum samtali um þetta, engar samningaviðræður mögulegar. Við fórum á annað hótel og það var nákvæmlega það sama sem mætti okkur þar. Við fórum niður í Eflingu, hittum félaga okkar sem höfðu verið í verkfallsvörslu annars staðar og þar var sama sagan. Þau höfðu séð verkfallsbrot framin, þau höfðu lent í því að vera færð til með handafli af öryggisvörðum,“ segir Sólveig. Klippa: Sólveig Anna um verkfallsbrot Í tilkynningu sem Efling sendi á fjölmiðla rétt fyrir klukkan fjögur segir að umrætt hótel sé Grand Hótel. Þar var tveimur verkfallsvörðum hleypt inn og fylgt um húsnæðið af öryggisverði. Á sjöttu hæð hótelsins komu verðirnir að starfsfólki sem hafði að sögn Eflingar verið fyrirskipað að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Óskuðu verkfallsverðir eftir að ræða við starfsfólkið og biðja það að taka ekki þátt í verkfallsbrotum. Ýtti þá öryggisvörður Íslandshótela verkfallsvörðum með handafli af vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Klippa: Sólveig lætur margmilljónamennina heyra það Lögmenn SA og lögreglan Eftir að þeim var ekki hleypt inn mættu lögmenn Samtaka atvinnulífsins á svæðið og stuttu síðar lögreglumenn. Eftir að lögreglan ræddi við lögmennina og yfirmenn hótelsins fékkst krafa Eflingar samþykkt og fimm verkfallsverðir gengu inn. Hvers vegna lögmenn SA mættu vissi Sólveig ekki. Hún vildi ekki segja frá því á hvaða hótelum verkfallsverðir urðu vitni að verkfallsbrotum. Það muni koma fram í tilkynningu sem stéttarfélagið sendir frá sér seinna í dag. „Efling hefur sett fram kröfu að Ríkissáttasemjari víki og annar verður settur í hans stað. Við því hefur ekki verið orðið, það er alveg sama hvar Efling reynir að ná samtali. Meðlimir efnahagslegrar og pólitískar valdastéttar hafa ákveðið að gera Eflingu, fulltrúa lægst launaðasta í þessu samfélagi, fólkinu sem heldur öllu gangandi, að sínum óvinum. Hvernig í ósköpunum þetta fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu er mér óskiljandi og verður ávallt,“ segir Sólveig. Klippa: Segir enga leið að sinna verkfallsvörslu tvö í einu Barátta sem aldrei hættir Hún segir stéttarfélagið vera í baráttu sem snýst um það að fólk geti lifað á launum sínum. Aldrei muni hún eða aðrir hætta þeirri baráttu. „Það starfsfólk sem hefur nú lagt niður störf og sá hópur sem fer síðan í verkföll innan skamms er ómissandi fólk í reykvísku samfélagi. Þegar þau setja hendurnar í vasann og vinna ekki þá smám saman stoppar allt. Af því ætti að leiða að gerðir verði góðir kjarasamningar við þetta fólk en vegna forherðingar ríkissáttasemjara og meðlima valdastéttarinnar erum við í þessari fordæmalausu og hryllilegu stöðu sem við höfum verið þvinguð í,“ segir Sólveig. Tilkynningu Eflingar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Íslandshótel beita valdi til að hylma yfir verkfallsbrotum – létu að endingu undan kröfu Eflingarfélaga Verkfallsverðir Eflingar urðu í dag vitni að ásetningsbrotum Íslandshótela gagnvart verkfallsaðgerðum félagsins. Var verkfallsvörðum meinaður aðgangur að rýmum og fyrirskipað án raka að aðeins mættu tveir verkfallsverðir fara inn á hvert hótel í einu. Tilgangur fyrirtækisins með þessu var augljóslega að hlyma yfir verkfallsbrotum. Fulltrúar Íslandshótela veifuðu bréfi undirrituðu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sér til varnar. Verkfallsverðir Eflingar sinntu verkfallsvörslu í dag eftir hádegið á Grand Hótel, en einungis tveimur var hleypt inn. Var þeim fylgt um húsnæðið af öryggisverði í hverju fótmáli. Verkfallsverðir komu á 6. hæð hótelsins að starfsfólki sem hafði verið fyrirskipað af stjórnendum að ganga í störf Eflingarfélaga í verkfalli, sem er verkfallsbrot. Óskuðu verkfallsverðir eftir að ræða við starfsfólkið og biðja það að taka ekki þátt í verkfallsbrotum. Ýtti þá öryggisvörður Íslandshótela verkfallsvörðum með handafli af vettvangi. Eflingarfélagar komu saman um hálf þrjú leytið við Fosshótel Reykjavík, þar sem sama framganga hafði verið viðhöfð gegn verkfallsvörðum. Var framkomu fyrirtækisins mótmælt og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávarpaði hópinn. Hvatti hún jafnframt gesti hótelsins til að standa með Eflingarfélögum og líða ekki verkfallsbrot. Komu þar fljótlega aðvífandi lögmenn Samtaka atvinnulífsins og var dyrum hótelsins læst. Stóð nærvera Eflingarfélaga við hótelið yfir í nokkra stund og voru sóttar kaffiveitingar. Sólveig Anna setti á staðnum fram þá kröfu að verkfallsverðir fengju að fara inn á hótel Íslandshótela fimm saman í hóp. Eftir nokkra stund var orðið við kröfunni og fóru Eflingarfélagar þá af vettvangi að frátöldum fimm verkfallsvörðum sem sinntu í kjölfarið verkfallsvörslu eins og eðlilegt er. Félagið hafnar með öllu ósannindum sem Íslandshótel hafa sent til fjölmiðla í dag um að verkfallsverðir Eflingar hafi haft uppi ótilgreindar „hótanir“. Slíkt er hreinræktaður uppspuni og dæmigert fyrir villandi upplýsingar fyrirtækisins til starfsfólks síns og almennings á síðustu viku. Í viðhengdu er mynd af verkfallsvörðum í upphafi verkfallsvörslu í dag og af vettvangi við Fosshótel Reykjavík í eftirmiðdaginn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í dag ákváðu forsvarsmenn Íslandshótela þá ákvörðun að hleypa ekki verkfallsvörðum Eflingar frekar inn á hótel sín og sögðu verðina hafa verið að hóta starfsmönnum hótelanna sem eru í öðrum stéttarfélögum. Efling hafnar þeim ásökunum um að verkfallsverðirnir hafi haft uppi hótanir. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé „hreinræktaður uppspuni og dæmigert fyrir villandi upplýsingar fyrirtækisins til starfsfólks síns og almennings á síðustu viku.“ Bara tvö inn í einu Í samtali við fréttastofu segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að skilyrðin sem hótelin hafa sett gera það að verkum að Efling geti ekki sinnt verkfallsvörslu. Einungis tveimur vörðum sé hleypt inn í einu. „Hér reyndum við að koma áðan ég og félagar mínir til að sinna verkfallsvörslu. Ég ásamt hópi kvenna og einum karlmanni. Þá var okkur tilkynnt að við mættum bara fara tvö inn. Við útskýrðum með mjög málefnalegum og kurteisislegum hætti að það gengi ekki að Efling færi í verkfallsvörslu með þeim hætti,“ segir Sólveig. Frá mótmælum Eflingar í dag.Vísir/Vésteinn Hún segir verðina vera á leið inn á vinnustað sem þeir þekkja ekki og vita ekki hvað sé að mæta þeim. Þá hafi verðirnir reynt að útskýra að til þess að varsla á svo stórum vinnustað væri effektíf þyrfti stærri hópur að fara inn enda stór hótel. „Það var ekki hægt að ná neinum samtali um þetta, engar samningaviðræður mögulegar. Við fórum á annað hótel og það var nákvæmlega það sama sem mætti okkur þar. Við fórum niður í Eflingu, hittum félaga okkar sem höfðu verið í verkfallsvörslu annars staðar og þar var sama sagan. Þau höfðu séð verkfallsbrot framin, þau höfðu lent í því að vera færð til með handafli af öryggisvörðum,“ segir Sólveig. Klippa: Sólveig Anna um verkfallsbrot Í tilkynningu sem Efling sendi á fjölmiðla rétt fyrir klukkan fjögur segir að umrætt hótel sé Grand Hótel. Þar var tveimur verkfallsvörðum hleypt inn og fylgt um húsnæðið af öryggisverði. Á sjöttu hæð hótelsins komu verðirnir að starfsfólki sem hafði að sögn Eflingar verið fyrirskipað að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. „Óskuðu verkfallsverðir eftir að ræða við starfsfólkið og biðja það að taka ekki þátt í verkfallsbrotum. Ýtti þá öryggisvörður Íslandshótela verkfallsvörðum með handafli af vettvangi,“ segir í tilkynningunni. Klippa: Sólveig lætur margmilljónamennina heyra það Lögmenn SA og lögreglan Eftir að þeim var ekki hleypt inn mættu lögmenn Samtaka atvinnulífsins á svæðið og stuttu síðar lögreglumenn. Eftir að lögreglan ræddi við lögmennina og yfirmenn hótelsins fékkst krafa Eflingar samþykkt og fimm verkfallsverðir gengu inn. Hvers vegna lögmenn SA mættu vissi Sólveig ekki. Hún vildi ekki segja frá því á hvaða hótelum verkfallsverðir urðu vitni að verkfallsbrotum. Það muni koma fram í tilkynningu sem stéttarfélagið sendir frá sér seinna í dag. „Efling hefur sett fram kröfu að Ríkissáttasemjari víki og annar verður settur í hans stað. Við því hefur ekki verið orðið, það er alveg sama hvar Efling reynir að ná samtali. Meðlimir efnahagslegrar og pólitískar valdastéttar hafa ákveðið að gera Eflingu, fulltrúa lægst launaðasta í þessu samfélagi, fólkinu sem heldur öllu gangandi, að sínum óvinum. Hvernig í ósköpunum þetta fólk hefur komist að þeirri niðurstöðu er mér óskiljandi og verður ávallt,“ segir Sólveig. Klippa: Segir enga leið að sinna verkfallsvörslu tvö í einu Barátta sem aldrei hættir Hún segir stéttarfélagið vera í baráttu sem snýst um það að fólk geti lifað á launum sínum. Aldrei muni hún eða aðrir hætta þeirri baráttu. „Það starfsfólk sem hefur nú lagt niður störf og sá hópur sem fer síðan í verkföll innan skamms er ómissandi fólk í reykvísku samfélagi. Þegar þau setja hendurnar í vasann og vinna ekki þá smám saman stoppar allt. Af því ætti að leiða að gerðir verði góðir kjarasamningar við þetta fólk en vegna forherðingar ríkissáttasemjara og meðlima valdastéttarinnar erum við í þessari fordæmalausu og hryllilegu stöðu sem við höfum verið þvinguð í,“ segir Sólveig. Tilkynningu Eflingar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: Íslandshótel beita valdi til að hylma yfir verkfallsbrotum – létu að endingu undan kröfu Eflingarfélaga Verkfallsverðir Eflingar urðu í dag vitni að ásetningsbrotum Íslandshótela gagnvart verkfallsaðgerðum félagsins. Var verkfallsvörðum meinaður aðgangur að rýmum og fyrirskipað án raka að aðeins mættu tveir verkfallsverðir fara inn á hvert hótel í einu. Tilgangur fyrirtækisins með þessu var augljóslega að hlyma yfir verkfallsbrotum. Fulltrúar Íslandshótela veifuðu bréfi undirrituðu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sér til varnar. Verkfallsverðir Eflingar sinntu verkfallsvörslu í dag eftir hádegið á Grand Hótel, en einungis tveimur var hleypt inn. Var þeim fylgt um húsnæðið af öryggisverði í hverju fótmáli. Verkfallsverðir komu á 6. hæð hótelsins að starfsfólki sem hafði verið fyrirskipað af stjórnendum að ganga í störf Eflingarfélaga í verkfalli, sem er verkfallsbrot. Óskuðu verkfallsverðir eftir að ræða við starfsfólkið og biðja það að taka ekki þátt í verkfallsbrotum. Ýtti þá öryggisvörður Íslandshótela verkfallsvörðum með handafli af vettvangi. Eflingarfélagar komu saman um hálf þrjú leytið við Fosshótel Reykjavík, þar sem sama framganga hafði verið viðhöfð gegn verkfallsvörðum. Var framkomu fyrirtækisins mótmælt og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávarpaði hópinn. Hvatti hún jafnframt gesti hótelsins til að standa með Eflingarfélögum og líða ekki verkfallsbrot. Komu þar fljótlega aðvífandi lögmenn Samtaka atvinnulífsins og var dyrum hótelsins læst. Stóð nærvera Eflingarfélaga við hótelið yfir í nokkra stund og voru sóttar kaffiveitingar. Sólveig Anna setti á staðnum fram þá kröfu að verkfallsverðir fengju að fara inn á hótel Íslandshótela fimm saman í hóp. Eftir nokkra stund var orðið við kröfunni og fóru Eflingarfélagar þá af vettvangi að frátöldum fimm verkfallsvörðum sem sinntu í kjölfarið verkfallsvörslu eins og eðlilegt er. Félagið hafnar með öllu ósannindum sem Íslandshótel hafa sent til fjölmiðla í dag um að verkfallsverðir Eflingar hafi haft uppi ótilgreindar „hótanir“. Slíkt er hreinræktaður uppspuni og dæmigert fyrir villandi upplýsingar fyrirtækisins til starfsfólks síns og almennings á síðustu viku. Í viðhengdu er mynd af verkfallsvörðum í upphafi verkfallsvörslu í dag og af vettvangi við Fosshótel Reykjavík í eftirmiðdaginn.
Íslandshótel beita valdi til að hylma yfir verkfallsbrotum – létu að endingu undan kröfu Eflingarfélaga Verkfallsverðir Eflingar urðu í dag vitni að ásetningsbrotum Íslandshótela gagnvart verkfallsaðgerðum félagsins. Var verkfallsvörðum meinaður aðgangur að rýmum og fyrirskipað án raka að aðeins mættu tveir verkfallsverðir fara inn á hvert hótel í einu. Tilgangur fyrirtækisins með þessu var augljóslega að hlyma yfir verkfallsbrotum. Fulltrúar Íslandshótela veifuðu bréfi undirrituðu af Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins sér til varnar. Verkfallsverðir Eflingar sinntu verkfallsvörslu í dag eftir hádegið á Grand Hótel, en einungis tveimur var hleypt inn. Var þeim fylgt um húsnæðið af öryggisverði í hverju fótmáli. Verkfallsverðir komu á 6. hæð hótelsins að starfsfólki sem hafði verið fyrirskipað af stjórnendum að ganga í störf Eflingarfélaga í verkfalli, sem er verkfallsbrot. Óskuðu verkfallsverðir eftir að ræða við starfsfólkið og biðja það að taka ekki þátt í verkfallsbrotum. Ýtti þá öryggisvörður Íslandshótela verkfallsvörðum með handafli af vettvangi. Eflingarfélagar komu saman um hálf þrjú leytið við Fosshótel Reykjavík, þar sem sama framganga hafði verið viðhöfð gegn verkfallsvörðum. Var framkomu fyrirtækisins mótmælt og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar ávarpaði hópinn. Hvatti hún jafnframt gesti hótelsins til að standa með Eflingarfélögum og líða ekki verkfallsbrot. Komu þar fljótlega aðvífandi lögmenn Samtaka atvinnulífsins og var dyrum hótelsins læst. Stóð nærvera Eflingarfélaga við hótelið yfir í nokkra stund og voru sóttar kaffiveitingar. Sólveig Anna setti á staðnum fram þá kröfu að verkfallsverðir fengju að fara inn á hótel Íslandshótela fimm saman í hóp. Eftir nokkra stund var orðið við kröfunni og fóru Eflingarfélagar þá af vettvangi að frátöldum fimm verkfallsvörðum sem sinntu í kjölfarið verkfallsvörslu eins og eðlilegt er. Félagið hafnar með öllu ósannindum sem Íslandshótel hafa sent til fjölmiðla í dag um að verkfallsverðir Eflingar hafi haft uppi ótilgreindar „hótanir“. Slíkt er hreinræktaður uppspuni og dæmigert fyrir villandi upplýsingar fyrirtækisins til starfsfólks síns og almennings á síðustu viku. Í viðhengdu er mynd af verkfallsvörðum í upphafi verkfallsvörslu í dag og af vettvangi við Fosshótel Reykjavík í eftirmiðdaginn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira