Fótbolti

Ekki orðinn fertugur og tekur við belgíska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Domenico Tedesco er tekinn við belgíska landsliðinu í fótbolta.
Domenico Tedesco er tekinn við belgíska landsliðinu í fótbolta. AP/Michael Sohn

Belgar hafa fundið sér nýjan landsliðsþjálfara og sá er ekki mikið eldri en elstu stjörnur belgíska landsliðsins.

Belgar voru að leita að eftirmanni Roberto Martínez sem hafði þjálfað landslið þeirra frá árinu 2016. Martínez var þegar búinn að finna sér nýtt starf en hann tók við portúgalska landsliðinu.

Nýr landsliðsþjálfari Belga er aftur á móti hinn 37 ára gamli Domenico Tedesco. Belgar hafa staðfest ráðninguna á miðlum sínum. Tedesco er fæddur árið 1985 en en fyrirliðinn Jan Vertonghen er fæddur árið 1987 alveg eins og Dries Mertens.

Tedesco er fæddur á Ítalíu en fjölskyldan fluttist til Þýskalands þegar hann var tveggja ára gamall.  Hann fékk seinna þýskt ríkisfang.

Tedesco gerði Leipzig að þýskum bikarmeisturum á síðasta tímabili en var síðan rekinn frá félaginu nokkrum mánuðum síðar. Hann hafði verið atvinnulaus síðan í september.

Áður hafði Tedesco stýrt liðum eins og Erzgebirge Aue, Schalke 04 og Spartak Moskvu.

Tedesco fær þó ekki langan samning en samningur hans gildir bara út næstu stórkeppni sem er Evrópumótið 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×